Náttúrulega 2

7 Náttúrulega 2 │ 1. kafli LÍFSFERILL PLÖNTUNNAR Þekktar plöntur á Íslandi eru rúmlega 1500 talsins og þær eru mjög fjölbreyttar Plöntur finnast m a í móa, á fjallstindum, við stöðuvötn og í fjörum Sumar hafa borist hingað með vindi en þá hafa frjókorn fokið yfir hafið og lent á hentugum stað og orðið að plöntu Aðrar hafa borist hingað með fuglum eða fólki Eins og aðrar lífverur þurfa plöntur vissar aðstæður til að þrífast Sumum líður best á bólakafi í vatni, öðrum í skógi, móum eða í miklum þurrki Ýmsir lífvana þættir geta haft áhrif á það hvernig plöntur þrífast á hverju svæði fyrir sig Lífvana þættir eru hlutir í vistkerfinu sem aldrei hafa verið lifandi eins og til dæmis hraun, vatn og sandur Ef lífvana þættir í umhverfinu breytast getur lífríkið á svæðinu breyst með Ræðum saman Hvað þekkir þú margar plöntur? Hvaða plöntur eru líkar og hverjar eru ólíkar? Hvernig fjölga plöntur sér? Í gegnum tíðina hefur fólk nýtt plöntur til að meðhöndla og lækna suma kvilla Talið er að einhverjar plöntur hjálpi við ákveðna líkamlega kvilla og sem fæðubótaefni Sumar eru nýttar í te

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=