Náttúrulega 2

103 Náttúrulega 2 │ 4. kafli HANSKARNIR Flókið var að útbúa hanska sem þarf að vera það sveigjanlegur að hægt sé að nota fingurna í fínhreyfingar en samt nógu sterkur svo að ekki væri hægt að rífa hann Á endanum var fundið upp efni sem er úr stáli og krómi Efnið er svo sterkt að það getur stöðvað byssukúlu BAKPOKINN Bakpokinn inniheldur súrefniskúta, vatnstankinn, tæki til að fjarlægja koltvíoxíðið, rafhlöðu, kælitæki og samskiptatæki NÆRING INN OG ÚT Margir hafa velt fyrir sér hverniggeimfarar nærast og hvernig þeir skila frá sér úrgangi Geimfarar þurfa að vera með bleyju til þess að kúka og pissa í Vatn er geymt í tanki í bakpokanum en slanga liggur inn í búninginn og að munninum svo geimfarinn geti drukkið Flestir geimfarar borða vel áður en þeir fara af stað í rannsóknarvinnuna og borða svo aftur þegar þeir koma inn í geimskipið aftur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=