Náttúrulega 2

71 Náttúrulega 2 │ 3. kafli Margir fiskar hafa líffæri sem kallast sundmagi Með honum geta þeir stjórnað flotkrafti sem verkar á þá frá vatninu og þar með hækkað sig og lækkað í sjónum og haldið sér á sama dýpi án þess að eyða orku í að synda Sundmaginn er fullur af lofti og fiskurinn getur aukið loftið Við það þenst maginn út og fiskurinn sjálfur líka Þrátt fyrir að massi fisksins sé óbreyttur minnkar eðlismassi hans og hann færist ofar í sjónum Hann getur líka minnkað magn loftsins í sundmaganum og þá minnkar ummál fisksins og eðlismassinn verður meiri sem gerir fiskinum kleift að fara niður á meira dýpi þar sem þrýstingur er meiri Loftið í sundmaganum minnkar og eykst hægt og rólega og fiskurinn færist því hægt upp og niður í sjónum Eðlismassi fólks er nálægt því að vera sá sami og eðlismassi vatns enda er mannslíkaminn að mestu leyti vatn Við erum því á mörkum þess að fljóta eða sökkva Prófaðu að láta þig fljóta og sökkva næst þegar þú ferð í sund Gott ráð til að fljóta er að liggja á bakinu í vatninu, rétta út hendur og fylla lungun af lofti til að gera líkamann meiri um sig Ef við viljum aftur á móti sökkva getum við tæmt lungun, eðlismassinn eykst og við sökkvum Prófaðu einnig að lyfta annarri manneskju ofan í sundlaug og síðan á bakkanum Af hverju er það svona miklu auðveldara í lauginni? SUNDMAGI HEILAPÚL Sundmagi SUNDFERÐ TILRAUN PRÓFAÐU!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=