Náttúrulega 2

95 Náttúrulega 2 │ 4. kafli VENUS Venus er önnur reikistjarnan frá sólu og sú reikistjarna sem er næst Jörðinni Venus er á margan hátt lík Jörðinni Hún er svipuð að stærð, hefur bæði fjöll og sléttur og vísindamenn telja að þar séu virk eldfjöll Á Venusi eru skýin mjög þykk og lofthjúpurinn að mestu úr koltvísýringi svo gróðurhúsaáhrifin eru mjög mikil Þess vegna er Venus heitasta plánetan í sólkerfi okkar Röð frá sólu 2 Fjarlægð frá sólu 108 milljón km Þvermál við miðbaug 12 104 km Fjöldi þekktra tungla 0 Umferðartími um sólu 225 jarðdagar Snúningstími um möndul 243 jarðdagar Hitastig 480 °C Litur Brún og grá Möndulhalli 178° Sérkenni Mjög mikil gróðurhúsaáhrif og Venus er því heitasta plánetan þrátt fyrir að vera ekki næst sólinni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=