Náttúrulega 2

68 Náttúrulega 2 │ 3. kafli Þar sem eðlismassi gulls er meiri en áls, væri massi gullkórónu meiri en álkórónu. Það eru til mjög mörg mismunandi efni og öll með ólíkan eðlismassa. Þess vegna er hægt að nota eðlisfræði til að finna úr hvaða efni hlutir eru! Við erum öll meðvituð um að sumir hlutir sökkva á meðan aðrir fljóta Hver er ástæðan fyrir þessu? Lögmál Arkimedesar um flotkraft segir okkur að þyngd hlutar sem settur er í vökva virðist minnka um það sem nemur þyngd þess vökva sem hluturinn ryður frá sér Ef við förum í heitan pott fullan af vatni virðumst við léttast um þyngd þess vatns sem fer útbyrðis Þetta er vegna þess að vökvinn verkar á hlutinn með krafti upp á við Ef eðlismassi hlutar í vatni er minni en eðlismassi vökvans flýtur hluturinn Því þéttara sem efnið er í hlutnum því meiri er eðlismassinn Sem dæmi fljóta bæði bolti og plastflaska á meðan steinn og stálbútur sökkva Ástæðan er að eðlismassi steins og stáls er meiri en eðlismassi vatns Til að hlutir fljóti þarf flotkrafturinn að vera meiri en þyngdarkrafturinn Þyngdarkraftur Flotkraftur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=