Náttúrulega 2

118 Náttúrulega 2 │ 5. kafli ÁRSTÍÐIR OG LAGSKIPTING SJÁVAR Líkt og á landi má einnig sjá árstíðir í hafinu Þegar sólin hækkar á lofti vakna ýmsar plöntur á landi úr vetrardvala, brum springur út á trjám og blóm láta sjá sig Sambærilegt ferli verður í hafinu Plöntusvif vaknar úr vetrardvala sínum og byrjar að fjölga sér hratt Í kjölfarið fjölgar svifdýrum sem nærast á plöntusvifinu og þá minnkar plöntusvifið aftur Á sama tíma verður einnig lagskipting í hafinu Sjórinn við yfirborðið hitnar og þar sem heitur sjór er eðlisléttari en kaldur flýtur hann ofan á kalda sjónum Þess vegna verður engin blöndun næringarefna milli laga Þegar hafið kólnar aftur að hausti verður hitastig sjávar jafnara og blöndun næringarefna hefst á nýjan leik Vindar og straumar hjálpa líka til við að blanda saman lögum Þá fjölgar plöntusvifinu örlítið á nýjan leik Plöntusvif ljóstillífar og er þess vegna í lágmarki á veturna þegar sólarljós er takmarkað Vor 4 °C Sumar 14 °C 4 °C Haust 4 °C Vetur 0 °C 4 °C

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=