Náttúrulega 2

72 Náttúrulega 2 │ 3. kafli FLUGVÉL FLÝGUR Vængir flugvéla eru hannaðir þannig að þeir geti beint loftstraumi niður á við og einnig er efri hluti vængsins oft bogadregin á meðan neðri hlutinn er beinni Þegar flugvélin ferðast í gegnum loftið þá ýtir vængurinn loftinu niður á við og jafnframt myndast meiri loftþrýstingur fyrir neðan vænginn en minnkar fyrir ofan vænginn Þetta gerir það að verkum að það verkar lyftikraftur upp á við á flugvélina og þannig helst hún á flugi Flugvélavængur Lyftikraftur Knýr WRIGHT BRÆÐUR Bræðurnir Wilbur og Orville Wright höfðu áhuga á flugi allt frá barnsaldri Árið 1903 tókst þeim fyrstum manna að koma mannaðri flugvél á loft Flugið varði í (tók) 12 sekúndur og flugvélin komst í 6 metra hæð Undirbúningur að þessu afreki tók tvö ár Að mörgu var að hyggja og bræðurnir gerðu margar mislukkaðar tilraunir áður en hönnun sem virkaði varð að veruleika Þeir þurftu meðal annars að hanna hina fullkomnu lögun á vængjum fyrir lyftikraft, huga að loftmótstöðu og stýribúnaði Einnig bjuggu þeir til sinn eigin mótor og bensínhreyfil

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=