Náttúrulega 2

34 Náttúrulega 2 │ 2. kafli MELTING, LYKT OG BRAGÐ Fólk borðar mat eða fæðu nokkrum sinnum á dag Melting er ferlið þegar lífvera breytir fæðu í orku Líffærin sem sjá um þetta ferli eru munnur, vélinda, magi og þarmar Þessi líffæri vinna saman og kallast einu heiti meltingarfæri Melting er ferlið frá því að fæða er borðuð og þangað til líkaminn er búinn að nýta alla orkuna úr henni Eftir það losar líkaminn sig við úrganginn Mikilvægt er að líkaminn nærist vel svo hann starfi rétt Margt hefur áhrif á hvernig líkaminn getur nærst Veikindi og fleiri þættir geta haft áhrif á matarlyst og nýtingu líkamans á næringunni Sem dæmi má nefna átröskun, lyfjanotkun, svefnleysi, þunglyndi, kvíða og ójafnvægi á hormónum Því meiri þjálfun og hreyfingu sem líkaminn fær þeim mun meiri næringar þarfnast hann Því er mikilvægt að huga að næringarinntöku í samræmi við hreyfingu Ef líkaminn fær ekki þá næringu sem hann þarf getur hann ekki starfað eðlilega Áhrifin geta til dæmis verið orkuleysi, erfiðleikar við vöðvauppbyggingu og vandamál með tíðablæðingar NÆRING INN, ÚRGANGUR ÚT Ræðum saman Hvaða bragðtegundir þekkið þið? Hvernig getur matur breyst í orku fyrir alla vöðva líkamans? Hvers vegna er mikilvægt að lyktarskynið okkar virki vel?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=