Náttúrulega 2

56 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Hljóðbylgjur eru mismunandi eftir því hversu djúpar eða háar þær eru og líka hversu sterkt hljóðið er Bylgjulengd segir til um hversu langt er frá efsta punkti í einni hljóðbylgju yfir í efsta punkti í þeirri næstu Því lengra sem er á milli toppanna því dýpri og dimmari er tónninn Að sama skapi eru tónar skærari eða hærri eftir því sem styttra er á milli bylgnanna Hæð hverrar bylgju segir til um hversu hávært hljóð er Hvísl er veikur eða hljóðlítill tónn á meðan öskur er sterkur eða hávær tónn Eftir því sem meiri orka er notuð til að búa hljóðið til því sterkara verður það Mun meiri orku þarf til að slá fast í trommu en laust og hljóðið verður í samræmi við það HLJÓÐSTYRKUR TÓNHÆÐ Lág hæð á bylgju og tónninn veikur eða hljóðlítill. Langt á milli bylgja og tónninn því djúpur og dimmur. Há hæð á bylgju og tónninn sterkur eða hávær. Stutt á milli bylgja og tónninn því hár og skær. 1 sekúnda 1 sekúnda

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=