Hólmasól í háska

HÓLMASÓL Í HÁSKA Brynhildur Þórarinsdóttir Myndhöfundur Halldór Baldursson

TIL LESANDA: Þessi bók getur nýst þér á margan hátt. Fyrst og fremst er verið að segja sögu krakka sem hefðu getað verið uppi á landnámstímum. Þú getur aukið við orðaforða þinn og lesskilning með því að skoða orðin sem gefin eru upp í byrjun hvers kafla. Útskýringar á þeim eru aftast í kaflanum. Þar eru einnig ýmsar vangaveltur og upplýsingar sem tengjast sögunni og getur verið gott að lesa til að dýpka skilning þinn á söguefninu. Aftast í bókinni eru ýmis konar verkefni sem hægt er að vinna í samvinnu og einstaklingslega t.d. í þemavinnu og til að auka skilning á ýmsum þáttum í Íslandssögunni.

SÖGULANDIÐ HÓLMASÓL Í HÁSKA Brynhildur Þórarinsdóttir Myndhöfundur Halldór Baldursson

2 ÞORBJÖRG HÓLMASÓL er dóttir landnámshjóna og landkönnuður í eðli sínu. Fæddist í hólma í Eyjafjarðará og fékk viðurnefnið af því. Forvitin og framtakssöm. ÞÓRIR HÁMUNDARSON er frændi Hólmasólar og jafnaldri. Stór og sterkur eftir aldri og alltaf svangur. Félagi og hjálparhella frænku sinnar. ÞÓRUNN HYRNA er mamma Hólmasólar og amma Þóris. Ættstór og virðuleg höfðingjadóttir frá Noregi. Fékk viðurnefnið af hyrnunni eða sjalinu sem hún er alltaf með og er nokkuð sátt við það (skárra en að vera Þórunn sokkur). KUNNAN er írskur úlfhundur ættaður frá æskuslóðum Helga magra. Þótt nafnið Kunnan þýði grimmur úlfur á írsku er hann blíður og vingjarnlegur.

3 HELGI MAGRI er pabbi Hólmasólar og afi Þóris. Landnámsmaður í Eyjafirði, ríkur og voldugur. Móðir hans var kóngs- dóttir á Írlandi og þar ólst hann upp, talar því bæði norrænu og gelísku (írsku). Var sveltur í æsku og fékk viðurnefnið eftir það. ASLA var írsk ambátt og fóstra sem gætti fyrst Helga magra og síðan allra barnanna hans. Er orðin frjáls en gömul og fótlama og fær að hlýja sér við langeldinn í ellinni. HÖGNI MJÓI OG MJÁRÚN HYRNA eru lúmskir laumufarþegar sem gerðust fyrstu landnámskettirnir í Eyjafirði. Voru orðin leið á frekjunni í loðna skógarkettinum sem vildi ráða yfir öllum köttum í Noregi. Ættforeldrar allra katta á Akureyri.

4 Þessi bók er skáldsaga sem byggist á heimildum um sögutímann. Heimildirnar eru fornar skinnbækur sem heita Landnáma og Íslendingabók þar sem sagt er frá landnámi Íslands á 9. og 10. öld. Við vitum ekki hver er höfundur Landnámu en Ari fróði skrifaði Íslendingabók á fyrri hluta 12. aldar.  Í þessum fornu bókum er sagt frá hjónunum Helga magra og Þórunni hyrnu sem námu land í Eyjafirði. Sagt er frá fæðingu dóttur þeirra sem kom í heiminn þegar þau voru að flytja bú sitt: „Í búfærslunni varð Þórunn léttari í Þórunnareyju í Eyjafjarðará; þar fæddi hún Þorbjörgu hólmasól.“ Hún er sögð vera fyrsta barnið sem fæddist í Eyjafirði.  Sagnaritarar eins og Ari fróði höfðu mestan áhuga á ríkum körlum svo að vitneskja okkar um fyrstu íbúa landsins er býsna skökk. Þeir skrifuðu um marga karla, fáar konur og einstaka börn en ekki um fátækt fólk eins og vinnumenn eða þræla. Við erum þakklát gömlu sagnariturunum því bækurnar þeirra eru mikilvæg heimild um landnámstímann. En við leyfum okkur líka að bæta við og benda á fólkið sem vantar. Það vildi Ari fróði sjálfur því hann skrifaði: Ef eitthvað er rangt í þessari bók er skylda að benda á það sem er sannara.

5

6 1. KAFLI KRISTNES „Þorbjörg hólmasól!“ Mamma æpir en ég læt sem ég heyri það ekki. Hún er á leið út í matarbúr og vill að ég komi með. Eins og vanalega á ég að fylgja henni og læra verk húsfreyjunnar. En ég vil ekki læra að búa til ost, þótt mér finnist hann góður. Ég hef aðrar fyrirætlanir. Ég ligg í lokrekkjunni lokrekkjunni og læt fara lítið fyrir mér. Loka þétt að mér og hjúfra mig upp að heita brúna koddanum sem lyftist og hnígur svo notalega. Kunnan sefur, sem betur fer. Hann má alls ekki gelta því mamma vill ekki að hundurinn sé inni í lokrekkjunni. Hún segir að hundar eigi að búa með öðrum skepnum í útihúsunum. Mamma skilur ekki neitt. Kunnan er ekki skepna. Hann er besti vinur minn. Þórir frændi er ágætur líka. Það er bara svolítið langt út á Árskógsströnd þar sem hann býr. Við hittumst ekki nógu oft. En það mun breytast bráðum. Þegar við … Orð til skoðunar: lokrekkja þil að vera yggld á brá rakki dögurður að teyga asi

7 Allt í einu er þilinu hrundið upp og andlitið á mömmu birtist í gættinni. Hún er yggld á brá yggld á brá. „Liggur þú hér og lætur daginn líða án þess að hafa nokkra iðju!“ „Ég legg á ráðin,“ segi ég. „Og með rakkann hjá þér.“ Það hnussar í mömmu.

8 Ég stugga við Kunnan svo að hann stekkur fram úr. Ég brölti líka fram úr rekkjunni. Það gengur stirðlega því kyrtillinn er flæktur. Loks stend ég andspænis mömmu. Við erum jafnháar en ég rétti úr bakinu til að virka hærri.

9 Mamma hækkar líka svo að hún hlýtur að standa á tám. Það er ógjörningur að sjá það því kyrtillinn hennar er svo síður. „Hvaða fyrirætlanir eru það sem hafa af þér verkin?“ spyr mamma hvöss. Það fýkur í mig. „Það mun tíminn leiða í ljós.“ „Ekki veit ég hvaðan þú hefur þetta skap,“ dæsir mamma. Ég svara með háværu garnagauli. Mamma réttir mér horn. „Drekktu þetta, skyrið verður að duga sem dögurður dögurður, við þurfum að hefjast handa.“ Ég tek við horninu og teyga í botn. Drykkurinn er súr og svalandi en hungrið er ekki horfið. „Ingunn systir þín kemur bráðlega,“ segir mamma. „Hún hugðist koma í fyrstu viku sólmánaðar. Við þurfum að eiga nógan mat því henni fylgja margir menn.“ Það glaðnar yfir mér. „Kemur Þórir ekki með henni?“ „Ætli það ekki. Hún tekur son sinn alltaf með,“ svarar mamma og býr sig undir búrverkin með því að vefja hyrnunni þéttar utan um hárið. Af hverju var sjálfsagt að eiga mat fyrir hóp af fólki sem kom í heimsókn?

10 Ég hnýti á mig höfuðdúkinn. Hann er ekki eins fínn og hyrnan hennar mömmu en mamma er líka virðulegust allra kvenna. Við stígum niður af setinu og göngum í átt að langeldinum. Það snarkar og brestur í birki- hrísinu og logarnir dansa. Ég sé að Kunnan liggur sofandi í hlýjunni og vona að mamma taki ekki eftir honum. Hann hefur lagt sig hjá Öslu gömlu sem situr við eldinn og vermir á sér veika fæturna. „Góðan dag, Asla mín,“ hvísla ég og hún heilsar með sama söngli og venjulega: „Borða, borða, borða.“ „Ég fæ engan dögurð, Asla,“ kvarta ég og gæti þess að mamma heyri. „Ó, það má ekki svelta barn,“ hljóðar Asla. „Hann Helgi litli var svo magur þegar hann kom heim frá Suðureyjum. Þá var Asla fengin til að sjá um matinn … “ Mamma hvessir á mig augun. „Þorbjörg hólmasól sveltur ekki eins og Helgi magri, hún fær mat á eftir,“ grípur hún fram í fyrir Öslu.

11

Mamma gengur hröðum skrefum framhjá langeldinum. Það er asi á henni. Logandi rauður kyrtillinn dansar um fætur hennar. Bláa skikkjan sveiflast frá öxlunum eins og beljandi foss. Það klingir í búrlyklinum sem hangir við beltið. Ég elti hana út úr skálanum og út í búr þar sem allur maturinn okkar er geymdur. Kannski er gott að kunna að búa til ost. Ég þarf að koma mér upp matarforða ef allt á að ganga upp. Hvað heldur þú að Hólmasól sé að undirbúa? ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Lokrekkja er rúm með veggjum og jafnvel lofti, eiginlega klefi. Þil þýðir hér rennihurð gerð úr þunnum spýtum. Að vera yggld á brá merkir að gretta sig. Dögurður var morgunverður á þessum tíma. Rakki er stundum notað neikvætt um hund. Að teyga þýðir að þamba. Asi þýðir að flýta sér. 12

Asla gamla er að rifja upp sögu síðan Helgi magri var lítill. Þegar hann var barn á Írlandi var hann sendur í fóstur til Suðureyja í tvö ár. Þar var hann sveltur og þegar hann kom til baka var hann svo mjór að hann var nær óþekkjanlegur. Þess vegna fékk hann viðurnefnið magri.  Asla er ekki persóna úr Landnámu eða Íslendingabók en kona eins og hún gæti vel hafa fylgt Helga magra og Þórunni hyrnu til landsins. Fjöldi írskra kvenna kom sem vinnukonur eða ambáttir (þrælar) til landsins og sumar þeirra voru fóstrur sem önnuðust fleiri en eina kynslóð, eins og Asla gerir í þessari sögu.  Ímyndaðu þér að Asla gamla sé að líta til baka. Hún hefur fylgt Helga magra síðan hann var átta ára og ekki endilega af fúsum og frjálsum vilja. Hvernig hefur líf hennar verið?  Kyrtill er eins konar kjóll eða síð skyrta. Bæði konur og karlar klæddust kyrtlum en þeir voru missíðir.  Á þessum tíma notaði fólk önnur mánaðaheiti en við gerum. Sólmánuður var níundi mánuður ársins. Hann hófst í níundu viku sumars, það er á bilinu 18.–24. júní. Meira er um mánuðina aftast í bókinni.  VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 1. KAFLA 13

14 2. KAFLI ÁÆTLUNIN Það er svalt í búrinu svo að ég vef sjalinu þéttar um herðarnar. Mamma brettir upp ermarnar á kyrtlinum sínum. Hún er rjóð í vöngum og strýkur af enninu. Hún vinnur svo hratt að henni er aldrei kalt. Ekki einu sinni hér í búrinu þar sem aldrei er kveiktur eldur. Hér eru tunnur með slátri og kjöti í súr. Reykt læri hanga í rjáfrinu og nokkrir ostar eru að þorna á efstu hillunni. Á gólfinu stendur tunna með mjöli og sekkur sekkur af korni sem á eftir að mala og litlir sekkir með kúmeni, skarfakáli og þurrkuðum fjallagrösum til að krydda brauðið. Ofan á borðinu er hunang frá Noregi, mjaðarlyng og beitilyng til að brugga mjöð. Lyngið ilmar og ærir upp í mér hungrið. Garnirnar gaula þar sem ég elti mömmu og gríp í verkin með henni. Mamma hlær og teygir sig í lítinn sekk. Hún tekur upp handfylli af sölvum og réttir mér. „Tyggðu þessi söl, góða mín, svo steikjum við brauð á eftir.“ Orð til skoðunar: súr rjáfur sekkur kerald kvonfang knörr/knerri

15 Það liggur betur á henni núna þegar ég er byrjuð að vinna. Við nemum staðar við stóra keraldið þar sem mjólkin er látin súrna. Mamma veiðir rjómann ofan af og setur í lítið ker. Ég stelst til að dýfa fingrinum í rjómann og sleikja meðan hún sækir aðra ausu. Síðan eys hún drykknum upp og ofan í ker. Ég sleiki út um, því sölin eru sölt og mig langar í sopa. „Nú er komið að ostinum,“ segir mamma og ég fylgist náið með. Ef mér tekst að læra þetta getum við Þórir tekið svona kerald með okkur. Þá höfum við bæði skyr að drekka og ost að borða. Kjötið getum við útvegað sjálf, því Þórir á góðan boga. Hann getur veitt gæs eða rjúpu sem við getum steikt yfir eldi. Ég fæ vatn í munninn af tilhugsuninni um nýtt kjöt. „Komdu með ostamótið,“ segir mamma og réttir mér ausu. Ég færi mótið nær henni. Það er klætt ljósu líni og nú fæ ég góða hugmynd. Það eru mörg ostamót hérna inni. Mamma lætur mig ausa draflanum upp af botninum og setja í mótið. „Þjappaðu nú vel,“ segir hún. Það er ferð framundan, hvert ætla krakkarnir?

16 Draflinn er þykkur og súr og ég finn að hann mun verða dýrindis ostur. „Ingunn systir þín er vel gift,“ masar mamma meðan hún grandskoðar ostamótið hjá mér og þjappar betur í hornin. „Hámundur heljarskinn er ekki sá fríðasti en hann er traustur og sterkur og bóndi góður. Og tvíburabróðir

17 ríkasta landnámsmannsins. Þeir eru afar vel ættaðir, bræðurnir, synir Hjörs Hörðakonungs og Ljúfvinu dóttur Bjarmakonungs.“ Mamma lítur upp og hrukkar ennið. „Einn daginn verður þú jafn gott kvonfang kvonfang og systir þín, ef þú lærir betur á búrverkin og ferð að hegða þér eins og …“ Ég get ekki setið á mér og gríp fram í: „Ég kæri mig ekki um að verða gott kvonfang, ég vil ekki giftast.“ „Hvað þá? Hvernig ætlarðu þá að eignast heimili?“ spyr mamma og setur ostamótið á hilluna. „Ég ætla að nema ný lönd,“ svara ég ögrandi. „Ég ætla að standa í stafni og stýra dýrum knerri, eins og frænka mín, Auður djúpúðga.“ Mamma dæsir. „Systir mín var fullorðin ekkja, rík og voldug, þegar hún sigldi frá Írlandi á stórum knerri með fjölda manns. Þú ert tólf vetra stúlka. Hvar ætlar þú að fá skip? Þú eignast ekki neitt nema að þú giftist.“ Er það ferðin?

Enn einu sinni þetta. Ég hef heyrt hundrað sinnum að ég komist bráðum á giftingaraldur. Það er einmitt þess vegna sem mér liggur á að klára verkið. Verkið sem mamma má alls ekki vita af. Ég er að gera knörr í leyni, eins og Auður frænka. Hvers vegna vill Hólmasól ekki að fullorðna fólkið viti af verkefni þeirra Þóris? 18 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Súr: kjöt og sjávarfang var lagt í súr til að það skemmdist ekki. Þá var það geymt í tunnu sem var fyllt með súrri mysu. Rjáfur er innan á þaki, efst uppi þar sem bjálkarnir mætast. Sekkur er poki. Kerald er stórt ílát eða tunna. Kvonfang: þegar talað var um að kona væri gott kvonfang þýddi það að hún virtist vænleg eiginkona. Knörr/knerri er víkingaskip sem notað var til að sigla á milli landa (hér er knörr, um knörr, frá knerri, til knarrar).

Lín (léreft) var unnið úr stráum plöntu sem kallast hör. Algengasta efnið var þó vaðmál sem var unnið úr ull.  Söl eru þörungar sem finnast neðst í fjörum. Sölin eru mjög næringarrík og voru söxuð út í grauta og brauð eða þurrkuð og tuggin eins og snakk.  Drafli er eins konar mjólkurhlaup sem verður að osti. Osturinn var líklega mjúkur og svolítið súr á bragðið.  Bjarmaland var þar sem nú er Norðvestur hluti Rússlands, kringum Hvítahaf. Þangað sigldu norrænir víkingar. Mamma Hámundar heljarskinns, eiginmanns Ingunnar, var kóngsdóttir frá Bjarmalandi.  Auður djúpúðga, einnig nefnd Unnur djúpúðga, kemur fyrir í Landnámu og Íslendingabók. Þar er hún sögð vera fyrst til að nema land á Vesturlandi. Hún lét smíða glæsilegan knörr í leyni og sigldi með fjölda manns frá Írlandi til Íslands.  Viðurnefnið djúpúðga merkir hin vitra. Hvernig kona heldur þú að Auður hafi verið? Hvaða eiginleika hefur hún þurft að hafa til að stýra svona leiðangri?  VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 2. KAFLA 19

20

21 Orð til skoðunar: hnarreist að brynna húskarlar að svelgjast á að drattast 3. KAFLI ÞÓRIR ER KOMINN Ingunn systir ríður fremst í flokki, hnarreist hnarreist og virðuleg með rauða skikkju og höfuðdúk. Á eftir henni koma fimm menn og ég sé strax að einn þeirra er Þórir. Hann sker sig úr hvar sem hann fer með sitt hrafnsvarta hár og breiðu herðar. Þau Þórir ríða saman að bænum þar sem húskarlarnir okkar taka við hestunum og teyma þá að læknum til að brynna þeim. Húskarlar Húskarlar Ingunnar fylgja þeim til að sækja farangurinn af hestunum. Kunnan hleypur geltandi á móti gestunum og flaðrar upp um Þóri og síðan Ingunni. Hann dillar skottinu í gleðilátunum. Ég kalla hvasst á hann um leið og ég heilsa systur minni og frænda. „Verið velkomin!“ kallar pabbi úr bæjardyrunum. „Sæll, faðir minn,“ segir Ingunn. „Sæll, afi,“ segir Þórir.

22 „Er Hámundur ekki með ykkur?“ spyr pabbi og skimar um. Ég heyri að hann er vonsvikinn. „Ég ætlaði að fá hann til að aðstoða mig svolítið úti í smiðju,“ heldur pabbi áfram og við Þórir lítum glottandi hvort á annað. Við vitum bæði hvað hann á við. Þeir Hámundur heljarskinn hafa lengi verið fóstbræður og geta hangið tímunum saman úti í smiðju að rifja upp gamla tíma. Þá er það ekki skyr sem þeir svolgra úr hornunum. „Nei, Hámundur er ekki með í för,“ svarar systir mín. „Það sást til hvals á reki svo að hann varð eftir. Hann sendi þrælana meðfram ströndinni.“ „Skiljanlega, það þarf að verka hvalinn um leið og hann finnst,“ segir pabbi og stígur til hliðar svo að Ingunn komist inn. Hann reynir að varna Kunnan inngöngu en hundurinn smýgur milli grannra fóta hans. Pabbi riðar og þarf að styðja sig við dyrnar. „Hundóféti,“ tautar hann og kastar til skikkjunni um leið og hann skundar inn. Við Þórir skellum upp úr. Skálinn er heitur og ilmandi því mamma er að steikja brauð og stóri kjötpotturinn kraumar yfir eldinum. Kunnan er lagstur við langeldinn hjá Hvað er verið að meina? Hvað vita krakkarnir?

23 Öslu. Pabbi lætur sem hann sjái hann ekki. Honum gremst alltaf þegar hundurinn hlýðir honum ekki. Reyndar gegnir Kunnan aldrei neinum en pabbi er sá eini sem móðgast yfir því.

24 Mamma skenkir okkur öllum á diska og við setjumst saman til að borða. Þórir tekur hnífinn sinn úr slíðrinu og tætir upp í sig kjötið. „Ég gæti étið heilan hest,“ segir hann með fullan munninn. „Þetta er geit,“ segi ég og lauma beini til Kunnans sem svarar með því að dilla skottinu. „Heldurðu að ég finni það ekki á bragðinu?“ segir Þórir smjattandi. Hann brýtur legg í tvennt og sýgur merginn kröftuglega. „Borða, borða, borða,“ sönglar Asla og pabbi gegnir henni með því að grípa síðasta ostbitann. Mamma ætlar að rísa á fætur en ég sé mér leik á borði. „Ég skal sækja meiri ost, ég þarf jú að læra húsfreyjustörfin.“ Mamma lítur undrandi á mig en réttir mér svo búrlykilinn. „Þórir verður mér til aðstoðar,“ segi ég. Þóri svelgist á mergnum. „Ekki er ég nú vanur kvennastörfum …“ Hann lítur biðjandi á pabba sem er of upptekinn af ostinum til að sinna honum.

25 „Svona nú, þú getur orðið að gagni,“ segi ég og toga í kyrtilinn hans. Þórir drattast drattast á eftir mér. Ég hvísla að honum áætluninni á leiðinni út úr skálanum. Það lifnar yfir honum og hann opnar munninn en ég þagga niður í honum. Þórir hefur sterka rödd en núna verðum við að hafa hljótt. Það má ekki komast upp um okkur. Ég opna búrið og Þórir stígur varlega inn í þetta kvennaríki sem hann á vanalega ekkert erindi í. Hann gegnir mér og sækir ost meðan ég finn það sem ég kom til að sækja. Línið í ostamótunum virðist sterkt og gott. Ég ríf innan úr nokkrum mótum og er komin með efni í fínasta segl. Línið fel ég bak við búrið áður en við göngum inn í skálann og færum mömmu ostinn. Ég skila líka búrlyklinum og mamma krækir honum strax í beltið sitt. „Hafið þökk fyrir!“ segir mamma og býður gestunum meiri mat. „Borða, borða, borða,“ sönglar Asla gamla og pabbi gegnir eins og vanalega. Meira um áætlunina. Spennan magnast.

26 Húskarlarnir eru komnir inn að borða. Þeir hafa hátt og það gengur hratt á matinn. „Hvað skal haft hér til skemmtunar?“ spyr einn þeirra og ropar hátt. „Ég ætla að fara með kvæði,“ tilkynnir pabbi og ræskir sig. Það glaðnar yfir fólkinu þegar mamma dregur fram mjöðinn og skenkir í hornin. Það er að færast fjör í skálann. Við Þórir nýtum tækifærið og laumumst út. ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Hnarreist þýðir að vera bein í baki, bera höfuðið hátt. Að brynna er að gefa skepnum að drekka. Húskarlar: Vinnumenn. Að svelgjast á er að taka andköf því vökvi/matur hrekkur ofan í barkann. Að drattast er að fara hægt og letilega.

Hér kemur hvalreki við sögu. Hval sem rak upp á ströndina þurfti að nýta strax til að kjötið skemmdist ekki. Úr lifrinni var síðan unnið lýsi til að lýsa upp bæina. Nú er orðið hvalreki notað um mikið og óvænt happ. Hvernig myndir þú skýra þessa notkun orðsins?  Lýsi var verðmætt því engin önnur lýsing var í boði. „Lamparnir“ voru úr steini og nefndust kolur. Gerð var hola í steininn og lýsinu hellt ofan í hana. Í lýsið var stungið kveik úr blómi sem kallast fífa. Geturðu ímyndað þér hvernig lyktin var af þessari lýsingu?  Hugsaðu svo um bæi á þessum tíma. Í hverjum bæ var eiginlega bara eitt stórt herbergi sem nefndist skáli. Á miðju skálagólfinu logaði langeldur og þar var eldaður matur. Í skálanum svaf allt heimilisfólkið, borðaði og vann við handverk eins og vefnað, sauma og útskurð. Hvernig heldur þú að lyktin inni í skálanum hafi verið?  VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 3. KAFLA 27

28 4. KAFLI SKIPASMÍÐAR Það er kyrrt og hljótt og enginn maður sjáanlegur þegar við komum út. Aðeins hænurnar eru á vappi fyrir framan bæinn. Ég slít nokkur fíflablöð úr bæjarveggnum og kasta til þeirra og þær keppast um að ná þeim. Við þurfum ekki að óttast að þær kjafti frá. Nú liggur mikið á að allt gangi upp. Ég skýst bak við búrið og gríp línið sem ég faldi þar en Þórir fer í smiðjuna. Hann kemur til baka með lítinn skinnsekk. „Ertu með allt sem við þurfum?“ spyr ég og hann hristir sekkinn. Það hringlar í járni. „En þú?“ Ég brosi og lyfti línstaflanum. Ég er svo með nál og þráð í pungnum mínum, eins og alltaf. Við göngum varlega framhjá bænum til að þurfa ekki að svara óþægilegum spurningum. Það er reyndar engin hætta á því að fólkið inni heyri til okkar, slík eru lætin inni í bænum. Háreystin Háreystin berst gegnum þunna húðina í gluggunum. Orð til skoðunar: pungur háreysti laghentur forði firnasterkur

29 Vissulega væri gaman að vera inni og hlusta á fjörleg kvæði en við höfum verk að vinna. Við erum að nálgast brekkuna þegar ég verð vör við þrusk fyrir aftan okkur. Ég gríp andann á lofti. Hver er að fylgjast með ferðum okkar? Ég sný mér snöggt við. Kunnan tekur á sprett til mín. Ég anda léttar. „Svona, gamli vinur,“ segi ég og klóra honum á trýninu svo að hann fari ekki að gelta. Kunnan másar og dillar skottinu. „Heim, Kunnan!“ skipa ég honum en hann nuddar bara höfðinu upp við mig til að fá meira klapp. Ég prófa írskuna og segi „Dom!“ eins hátt og ég þori en hún virkar ekki heldur. Kunnan er alveg mállaus í dag. Þórir hlær að honum. „Leyfðu honum að koma með, hann getur staðið á verði.“ Það er reyndar góð hugmynd. Við viljum ekki að neinn standi okkur að verki. Við Þórir eigum leynistað í lundinum niðri við ána. Við höfum verið að smíða þar knörr því við ætlum í leiðangur. Það er gott að smíða skip í þessum skógarlundi,

30 enginn sér til okkar og nóg vex þar af viði, bæði sterkum reyniviði og mjúku birki. Pabbi á öll tól sem þarf til að smíða skip þótt hann standi ekki í slíkum stórvirkjum núna. Hann á nóg með að byggja upp stórbýlið hér á Kristnesi. Hann lærði til verka hjá föður sínum sem var þekktur skipasmiður í gamla landinu. Þórir hefur lært af honum og er bæði sterkur og laghentur. Ég hef ekki fengið að smíða með pabba en mamma hefur kennt mér að sauma. Það kemur sér vel því við getum ekki siglt ef við höfum ekki segl. Meðan Þórir smíðar sauma ég línið úr ostamótunum saman í segl. Pabbi hefur þó kennt mér að þekkja stjörnurnar og áttirnar svo að ég mun stýra skipinu.

31 Auðvitað sé ég líka um forðann því Þórir hefur aldrei lært að sjá um mat. Þannig verður það, ég mun stýra skipinu og stjórna leiðangrinum. Þórir mun sigla skipinu og draga það upp í fjöruna því hann er firnasterkur firnasterkur. Við ætlum að nema land eins og foreldrar okkar gerðu þegar þau fluttu til Íslands. Pabbi minn, Helgi magri, stýrði leiðangrinum og fóstbróðir hans, Hámundur heljarskinn, var með í för. Hámundur sem Ingunn systir giftist. Pabbi nam heljarstórt landsvæði og leyfði þeim sem sigldu með honum að byggja sér bæi. Hámundur reisti bæ á Árskógsströnd og þar bjuggu mamma og pabbi fyrsta veturinn, með Hámundi og Ingunni. Þá vorum við Þórir ekki fædd. Ég hugsa stundum um það hversu gaman það væri ef þau hefðu ekki flutt. Þá þyrftum við Þórir ekki að bíða í margar vikur eða mánuði eftir að hittast. „Ég vildi að foreldrar okkar byggju enn þá öll saman á Árskógsströnd,“ segir Þórir, eins og hann hafi heyrt hvað ég var að hugsa. „Það er ekki betra að búa á Árskógsströnd, það er auðveldara að rækta korn hérna á Kristnesi,“ svara ég eins og ég þurfi að verja ákvörðun

32 pabba að flytja. „Þú hefðir ekki fengið nýsteikt brauð áðan ef pabbi ræktaði ekki korn.“ „Ég veit það,“ segir Þórir hugsi. „Útsýnið er samt betra heima, við sjáum út allan fjörðinn og það er mikilvægt þegar maður ætlar að sigla til veiða. Við sjáum auk þess vel út í Hrísey. Vissir þú að rjúpurnar þar eru sérstaklega gómsætar?“ Hann sleikir út um. „Eigum við fara út í Hrísey og finna mat?“ bætir hann svo við. „Það eru oft selir þar líka.” „Við skulum sigla enn lengra,“ segi ég. „Það líst mér vel á,“ segir Þórir og mundar öxina. „Þá þurfum við traust siglutré fyrir langsiglingu.“ Hann velur ungt og grannvaxið reynitré og fellir það í fáeinum höggum. „Það er önnur eyja fyrir utan minni fjarðarins sem er ónumin,“ held ég áfram. „Ef við nemum þar land getum við nefnt hana.“ „Þórisey hljómar vel,“ segir frændi minn drjúgur með sig. „Ég stýri svo að það verður Þorbjargarey,“ leiðrétti ég. Kunnan tekur undir með hvellu gelti. Veit Þórir ekki hvert þau ætla? Er það Hólmasól sem ræður og er hún búin að ákveða hvert þau muni sigla?

VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR EFTIR 4. KAFLA Hvaða eyja er þetta fyrir norðan Eyjafjörð sem krakkarnir eru að tala um? Hvað heitir þessi eyja núna og hvernig ætli það nafn hafi komið til?  Tungumálið sem Íslendingar töluðu á þessum tíma kallaðist norræna. Það var málið sem þeir fluttu með sér frá Noregi og var talað víða um Norðurlöndin. Íslenska er mjög lík gömlu norrænunni.  Hvaða tungumál eru töluð á Norðurlöndunum núna?  Hér kallar Hólmasól á írsku til Kunnans. Írska tungumálið var líka kallað gelíska. Hvernig heldur þú að hún hafi lært að tala írsku?  33 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Háreysti er hávaði (háreysti = há raust eða hávær rödd). Laghent/ur þýðir að vera lagin/n eða flink/ur að vinna í höndunum t.d. smíða, mála, sauma o.þ.h. Forði merkir birgðir af mat. Firnasterkur er að vera mjög sterkur. Pungur eða pyngja var lítill poki úr skinni sem fólk hengdi í beltið sitt því engir vasar voru á fötunum. Gluggar voru ekki úr gleri á þessum tíma heldur var þunn húð eða skinn strengt yfir lítil op í bæjarveggjunum.

34 5. KAFLI SIGLT AF STAÐ Það er alltaf svo mikið um að vera þegar fólkið af Árskógsströnd kemur í heimsókn. Pabbi skipar húskörlunum til verka með sínum mönnum, í skógarhögg og smíðar, því hann er enn að bæta við bæinn. Kristnes á að verða mesta stórbýli á Norðurlandi, ef ekki öllu Íslandi, segir hann. Þórir á að hjálpa til en líka sendast fyrir pabba og flytja hópnum skilaboð og mat þegar þörf er á. Hann þarf því að vera á hesti sem kemur sér mjög vel fyrir okkur. Ingunn fylgir mömmu í búrverkin og aðstoðar hana inni í skálanum. Hún hlúir að Öslu gömlu, hagræðir henni við eldinn og kemur ofan í hana kjötseyði. Það er gott að fá Ingunni því mamma hugsar minna um að kenna yngstu dóttur sinni húsfreyjustörfin á meðan hún hefur Ingunni að ræða við. Þær hafa greinilega um margt að spjalla og stundum tala þær í lágum hljóðum. Ég reyni að flækjast fyrir og grípa inn í samtalið til að verða örugglega send út. Orð til skoðunar: græðlingar að vera ekkert að vanbúnaði matarkistill tinna og stál kjölfar vættir hólmi

35 „Farðu nú og sinntu hænunum,“ segir mamma á endanum. Ingunn bætir við: „Þú skalt líka huga að akrinum. Fræin hljóta að vera farin að spíra. Það er ekkert sem faðir okkar óttast eins mikið og að geiturnar éti græðlingana.“ „Það er rétt, byggið er í hættu! Ég fer umsvifalaust af stað,“ hrópa ég og mamma og Ingunn líta hvor á aðra. Þar með er ég líka komin með hest. Við Þórir ríðum eftir slóðanum að skógarlundinum okkar. Gráni og Blesa fá að bíta safaríkt grasið meðan við höldum áfram með skipasmíðarnar. Þórir heggur og neglir en ég flétta reipi. Við þurfum langt og sterkt reipi til að halda seglinu og annað til að binda skipið þegar við drögum það upp í fjöruna á áfangastað. Ef við missum skipið frá okkur komumst við aldrei til baka úr eyjunni. Enginn mun vita hvar við erum. Það setur að mér hroll við tilhugsunina. Við ætlum ekki að setjast að í eyjunni heldur dvelja þar sumarlangt.

36 Loksins er skipið okkar tilbúið, glæstur knörr með voldugu siglutré. Þórir festir seglið kunnáttusamlega með reipinu. Hann setur líka traustar árar um borð því allur er varinn góður. Nú er okkur ekkert að vanbúnaði vanbúnaði. Það er kominn tími til að sigla af stað og gerast landnámsmenn.

37 Við þurfum að taka allt með sem getur komið að gagni á nýjum slóðum. Ég set matarkistil matarkistil um borð og körfu með hlýjum sjölum og ábreiðum. Ofan í henni er líka það allra mikilvægasta, tinna tinna og stál til að tendra eld. Þórir er með verkfærasekkinn. Ég er fegin að sjá að hann hefur tekið með sér bogann. Við ætlum ekki að svelta og koma þvengmjó til baka eins og pabbi þegar hann var drengur. Sunnanáttin er kærkomin, hlý gola sem blæs út fjörðinn. Við drögum skipið okkar á flot og stökkvum um borð. Þórir vindur upp seglið en ég sest við stýrið. Við erum komin skammt frá landi þegar ég kem auga á buslugang í kjölfarinu. Ég kalla til Þóris sem er fljótur að fella seglið aftur til að hægja ferðina. Kunnan kemur svamlandi upp að skipinu, másandi með trýnið upp úr. Gamli tryggi Kunnan. „Heim, Kunnan, Dom!“ skipa ég en Kunnan er greinilega með of mikið vatn í eyrunum til að heyra í mér. Hann buslar bara glaður kringum skipið. Hvað gerum við nú? Hundurinn gæti elt okkur langt út á haf þar sem hann yrði étinn af hákarli eða sæskrímsli. Við Þórir lítum hvort á annað. Hvernig vita krakkarnir hvað þau eiga að taka með sér í siglinguna?

38 „Gott og vel, komdu þá,“ segir Þórir loks og nú heyrir Kunnan vel því hann svamlar að borðstokknum. Skipið vaggar þegar Þórir togar hann um borð. Kunnan nuddar sér þakklátur utan í Þóri. Síðan hristir hann hressilega af sér vatnið svo að kyrtillinn hans Þóris rennblotnar. Þórir æpir en Kunnan er svo glaður að það er ekki hægt að skamma hann. Hann starir stórum brúnum augum á Þóri og dillar skottinu. Nú erum við orðin þrjú í áhöfninni. Það verður reyndar gott að hafa Kunnan með á nýjum slóðum. Hann er traustur varðhundur og getur fælt burtu illar vættir. Hver veit hvað bíður okkar í mannlausri eyju. Þórir dregur aftur upp seglið. Það tekur vel við blæstrinum og báturinn skríður hratt eftir lygnri Eyjafjarðará. Við siglum framhjá Þórunnarhólma sem mér þykir svo vænt um. Þar fæddist ég þegar mamma og pabbi voru að flytja að Kristnesi. Pabbi segir þessa sögu stundum til að skemmta fólki, hvernig dóttir hans ákvað að koma í heiminn í hólma úti í Eyjafjarðará.

39 Mamma hristir þá bara höfuðið. Hún segist ekki skilja hvað pabbi var að hugsa að skipuleggja flutninga þegar hún var komin svona langt á leið. „Ég nefndi svo hólmann eftir henni Þórunni minni, Þórunnarhólma,” segir pabbi þá alltaf. „Og litlu dótturinni gaf ég viðurnefnið Hólmasól.“

„Já, þú gerðir allt sem skiptir máli í þessari sögu,“ segir mamma þá og allir hlæja í skálanum. Þórir hefur oft heyrt þessa sögu. Hann bendir glottandi á hólmann og spyr hvort ég vilji ekki fara heim. „Ég stefni lengra,“ kalla ég til hans og læt sem ég skilji ekki stríðnina. Ég fæddist í hólma en ætla að nema land í eyju. Þetta verður ríkið mitt, Þórunnarhólmi og Þorbjargarey. 40 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Græðlingar eru ný sprottnar, viðkvæmar plöntur. Að vera ekkert að vanbúnaði þýðir að vera tilbúin/n, það vantar ekkert upp á. Kistill er trékassi með loki. Matarkistillinn er nestiskassinn þeirra. Kjölfar er farið eða rákin eftir skipið á yfirborði vatnsins. Vættir (vættur) eru yfirnáttúrulegar verur úr öðrum heimi. Hólmi er mjög lítil eyja. Hvað er mamman að meina?

VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 5. KAFLA Helsta aðferðin við að kveikja eld á landnámsöld fólst í að slá tveimur hörðum efnum saman, tinnusteini og (eld)stáli. Við það myndast neisti en til að eldur kvikni þarf neistinn að lenda í þurru efni, til dæmis þurrkuðum mosa eða tréspænum. Það þarf mikla lagni og æfingu til að kveikja eld með þessum hætti.  Hvers vegna heldur þú að Hólmasól kalli tinnuna og stálið það mikilvægasta? Til hvers þurfa krakkarnir að geta kveikt eld?  41

42 6. KAFLI SÖLVADALUR Við siglum framhjá stæðilegum kletti. „Þetta er Galtarhamar,“ segi ég því pabbi hefur kennt mér að þekkja landið sitt. Þetta svæði er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Ég skil það,“ segir Þórir hlæjandi og virðir fyrir sér stærðarinnar svín sem starir forvitnum augum á okkur. Hópur af grísum trítlar í kringum það. Það gleður mig að sjá svínahjörðina. „Manstu eftir sögunni sem pabbi sagði okkur, um svínin á Írlandi. Á Írlandi gengu svínin frjáls um skógana. Þau átu kastaníuhnetur kastaníuhnetur sem hrundu af trjánum.“ Þórir kinkar kolli án þess að líta af svíninu. Ég er viss um að hann er að ímynda sér hvernig það bragðast. „Láttu bogann eiga sig,“ segi ég til öryggis og Þórir andvarpar. „Pabbi gerði tilraun stuttu eftir að þau fluttu til Íslands,“ rifja ég upp. „Það vaxa engin hnetutré á Íslandi. Hann vissi því ekki hvort svín myndu lifa af í íslenskri náttúru en hann Orð til skoðunar: stæðilegur kastaníuhnetur göltur og gylta að silast um hamar líkneski

43 langaði að prófa það. Dag einn sigldi hann af stað með tvö svín, digran gölt og spræka gyltu. Gölturinn hét Sölvi en ég held að gyltan hafði ekki verið komin með nafn. Þegar hann sá dalinn hérna bað hann húskarlana að stefna að ströndinni og setja svínin í land. Þeir voru víst heljartíma að koma svínunum frá borði en loksins hafðist það. Gyltan fór strax að leita að æti en gölturinn silaðist silaðist skítandi um, eins og til að merkja sér landið. Á endanum nam hann staðar við stóra klettinn, rýtti hátt og rýndi virðulegur út á hafið. Nú heitir þessi klettur Galtarhamar hamar, sagði pabbi þá og bað húskarlana að muna það. Galtarhamar, Galtarhamar, endurtóku þeir,“ og ég breyti röddinni til að herma eftir þeim. „Galtarhamar, Galtarhamar,“ bergmálar Þórir hlæjandi. Kunnan geltir undir.

44 Ég held áfram með söguna þegar þeir þagna. „Pabbi rak svínin síðan í dalinn hérna upp af Galtarhamri og skildi þau þar eftir. Þremur árum síðar gerði hann sér ferð hingað til að kanna hvort þau lifðu. Sölvi og gyltan hans höfðu aldeilis spjarað sig vel í náttúrunni. Þau voru orðin virðuleg gamalsvín með ótal grísi og grísagrísi. Þegar hann kannaði dalinn fann hann þar sjötíu svín. Síðan heitir þessi dalur Sölvadalur.“ Þórir hlær. „Þú kannt sannarlega að segja sögu.“ Ég brosi út að eyrum. Það nemur enginn nýtt land án þess að hafa með sér sögur og kvæði. Þórir starir enn á svínin. „Sjötíu svín eru svakalega stór hópur. Afi tekur ekkert eftir því þótt einn eða tveir grísir hverfi,“ segir hann og strýkur glottandi á sér magann. Ég þori ekki annað en að gefa honum að borða. Matarkistillinn er sneisafullur af girnilegum mat sem ætti að endast þar til við getum bjargað okkur sjálf um fugl og fisk. Við fáum okkur slátur og drekkum skyr með. Þetta er himnesk máltíð. Kunnan fær líka bita af slátri og svolítið vatn að drekka. Hvaða máli ætli sögur og kvæði hafi skipt á þessum tíma?

45 „Hvert eigum við að stefna?“ spyr Þórir þegar hann er orðinn saddur. Hann styður hönd á ennið til að skyggja fyrir sólina. „Viltu sigla austur fyrir eða vestur fyrir Hrísey?“ „Við látum Þór ráða för, eins og faðir minn gerði þegar hann nam land á Íslandi,“ svara ég og dreg lítið Þórslíkneski upp úr pungnum mínum. Ég er við öllu búin. Ég kasta líkneskinu líkneskinu í sjóinn og við fylgjumst með Þór berast með öldunum. Hann

hringsnýst og skoppar áður en hann rekur til hægri. „Þór velur austur,“ segi ég og þar með er það ákveðið. Við siglum austur fyrir Hrísey og stefnum svo út fjörðinn í átt að óbyggðu eyjunni norður af landinu. Eyjunni sem ég ætla að eigna mér. Þetta verður auðveld sigling í svona góðum byr og björtu veðri. Leiðin er nokkuð löng en ég reikna með að við verðum komin um miðnætti. 46 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Stæðilegur þýðir hér hár og mikill. Kastaníuhnetur eru hnetur af kastaníutré sem vex víða t.d. í Evrópu. Göltur og gylta eru karl- og kvendýr svína. Að silast um þýðir að ganga hægt um. Hamar, hér merkir orðið klettur. Líkneski er höggmynd eða stytta úr tré eða steini. Þórslíknesið er úr tré því það flýtur.

Sagan af svínunum hans Helga magra er í fornritunum. Ástæðan fyrir því að hann sleppti svínunum er samt ekki rakin. Hann gæti hafa verið að nýta sér reynsluna frá Írlandi eins og hér er gert ráð fyrir. Þegar við skrifum um landnámsöld verðum við að geta í eyðurnar og draga ályktanir.  Hvers vegna heldur þú að hann hafi sett svínin tvö í land?  Hvaða máli skipti fyrir búskapinn að svínin gætu bjargað sér úti í náttúrunni?  Hvað ætli hafi orðið um svínaættina í Eyjafirði? Eru villt svín á Íslandi nú til dags?  Í Landnámu stendur að Helgi magri hafi gefið geltinum nafnið Sölvi en gyltan fékk ekkert nafn. Hvað segir þetta um viðhorf fólks til dýra? Hvað myndir þú nefna gyltuna?  VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 6. KAFLA 47

48 7. KAFLI DUMBSHAF HIÐ HÆTTULEGA Sólin er í norðvestri sem þýðir að það er miðaftann. Golan er orðin að vindi og við þjótum áfram, austur fyrir Hrísey og áfram út fjörðinn. „Við verðum að gæta þess að fara ekki alla leið norður í Dumbshaf,“ segir Þórir glaðhlakkalega glaðhlakkalega. Ég ætla að sjálfsögðu ekki svo langt. Það veit hver maður að konungurinn í Dumbshafi er afkomandi risa og trölla. Hver veit hversu stór og grimmur hann er? Við eigum engan hamar til að berja á þursum, eins og Þór. Ef við ættum Mjölni þyrftum við ekkert að óttast en við erum bara með venjulegan boga. Ör úr honum myndi í mesta lagi kitla risatröll. Það setur að mér hroll við tilhugsunina. „Við siglum ekki lengra en út í eyjuna fyrir norðan. Þar nemum við land,“ svara ég því ákveðin. Orð til skoðunar: glaðhlakkalega risi – tröll – þurs geirfugl borðstokkur siglutré náðhús ámátlegt kvíga

49 „Þorbjargarey,“ segir Þórir og bætir spenntur við: „Það hlýtur að vera mikið um sel svona norðarlega, eða geirfugl geirfugl!“ Hann sleikir út um. Við siglum áfram í kvöldsólinni. Fjörðurinn er þröngur svo ég er viss um að við stefnum í rétta átt en hann er ótrúlega langur. Þetta er seinlegri ferð en ég reiknaði með. Þórir er farinn að þreytast við að stjórna seglinu. „Segðu mér sögu,“ biður hann geispandi og nuddar augun. Mér bregður, hann má alls ekki sofna hérna úti á sjó. Ég vel söguna um Sigurð Fáfnisbana sem ég veit að er í uppáhaldi hjá honum. Drekinn Fáfnir gætti gulls sem var falið á árbotni. Sigurður náði að drepa drekann og eignaðist gríðarmikinn fjársjóð. „Ég er viss um að það er gull hér á hafsbotninum,“ segir Þórir og horfir dreyminn út fyrir borðstokkinn. Annaðhvort er þetta rétt hjá honum eða sólargeislarnir að plata okkur. Það glitrar í það minnsta á sjóinn. Það er farið að hvessa og vindinum fylgir kul. Það er eins og kuldakrumla grípi um herðarnar. Ég sé að Þóri er líka orðið kalt. Hann hryllir sig

50 og nuddar saman höndum til að ná í sig hita. Nú er gott að vera við öllu búin. Karfan með sjölunum er þétt upp við siglutré. Ullin bjargar öllu, eins og Asla var vön að segja þegar kalt var í veðri. Hún átti það

51 til að vefja um mig tveimur ullarsjölum þótt ég væri ekki að fara lengra en á náðhúsið. Elsku Asla, ég á eftir að sakna hennar. Ég finn það á mér að við hittumst ekki aftur. Þegar ég dreg körfuna fram er hún þyngri en ég býst við. Hún er líka háværari, því ámátlegt mjálm berst undan öðru sjalinu. Þegar ég tek það upp mæta mér fjögur græn augu. Ég hefði átt að vita þetta. Högni mjói og Mjárún hyrna eru þekktir laumufarþegar. Þau laumuðust með pabba og mömmu frá Noregi,

52 á flótta undan frekum loðnum skógarketti, eins og pabbi segir. Nú eru þau aftur lögst í ferðalag í ellinni. Högni mjói teygir úr sér og skimar um skipið en Mjárún hyrna sleikir á sér loppurnar. Nú erum við orðin fimm í áhöfninni. Kunnan er ekki sáttur við þessa fjölgun. Hann urrar á kattaparið sem hvæsir á móti. Þórir fórnar höndum. Ég róta eftir harðfiski í matarkistlinum til að róa þau öll. Þórir fær stærsta bitann. „Hvað verður það næst, geit?“ segir hann með fullan munninn. Hann japlar á þurrum fiskinum. „Það væri reyndar gott að fá volgan mjólkursopa núna.“ „Þú færð skyr að drekka þegar við komum í land,“ segi ég því ég vil spara drykkinn. Það verða örugglega lækir í eyjunni sem við getum sótt vatn í. En kannski hefðum við átt að taka geit eða kind með. Við eigum ekki eftir að bragða mjólk fyrr en í haust. Það eru engin villt spendýr á Íslandi nema refir og ekki förum við að mjólka tófur. Það fjölgar enn í áhöfninni, hvaða áhrif gæti það haft?

53 Ég vef um mig sjalinu en Þórir eftirlætur köttunum sitt svo að þeir verði til friðs í körfunni. Skipinu myndi hvolfa ef þeir færu að hlaupa um með Kunnan á eftir sér. En hvað verða þeir lengi rólegir? Ég hefði kosið gagnlegri áhöfn, einhverja með sterka handleggi til að róa. Þessar litlu loppur grípa ekki í árarnar. „Hvað er eiginlega langt út í þessa eyju?“ andvarpar Þórir sem greinilega er að þreytast í höndunum á að halda í reipið. „Ekki svo mjög, við nálgumst,“ svara ég og reyni að hljóma sannfærandi. Við erum löngu komin framhjá Hrísey og fjörðurinn verður breiðari og breiðari. Við stefnum út á opið haf en hvergi bólar á eyjunni. Samt veit ég að hún er þarna fyrir utan, pabbi kom auga á hana þegar hann nam hérna land en þótti hún of fjarri landi. Hann ætlaði að eiga hana til góða. Enn hefur enginn stigið þar á land svo ég get orðið fyrst. Ég hlakka til að helga mér landið. Það rennur allt í einu upp fyrir mér að við hefðum ekki átt að taka kind með heldur kvígu. Kona sem ætlar að nema land má aðeins eigna sér eins stórt land og hún getur leitt kvígu um

milli sólarupprásar og sólarlags. Hvernig get ég núna helgað mér eyjuna? Hvellt gelt ýtir við mér og um leið finn ég lausnina. Kunnan er brúnn og blíðeygur eins og kýr. Ég þarf bara að koma á hann taumi. 54 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Glaðhlakkalegur þýðir broslegur, glaðlegur. Þurs, risi, tröll eru samheiti yfir stórar ævintýraverur. Geirfugl var stór sjófugl sem dó út við Ísland 1844. Borðstokkur er efsti hluti á bát eða skipi, ramminn sem liggur ofan á bátskrokknum. Siglutré er ráin eða stöngin sem seglið er fest við á miðjum flekanum. Náðhús er kamar eða lítið útihús þar sem fólk gerði þarfir sínar (pissaði og kúkaði). Ámátlegt er veiklulegt hljóð eða vein. Kvíga er kvenkyns kálfur, orðið er núna oftast notað um unga kýr sem hefur eignast kálf.

Miðaftann er klukkan 18. Meiri upplýsingar um tímann eru aftast í bókinni.  Dumbshaf var norður af Íslandi og markaðist af Grænlandssundi í vestri, Grænlandshafi í norðri og Noregshafi í austri. Ýmsar sögusagnir voru tengdar Dumbshafi, Dumbur konungur átti að vera kominn af risum í föðurætt og tröllum í móðurætt. Í einni sögu kemur líka eineygður maður úr Dumbshafi. Menn sögðu að það hefði verið Óðinn í dulargervi.  Hvernig ætli svona sögur hafi orðið til? Um hvaða svæði heldur þú að mestu ævintýrasögurnar hafi orðið til?  Ólíkar reglur voru fyrir karla og konur sem vildu nema land ef marka má Landnámu. Karlmaður mátti nema eins stórt land og hann gat afmarkað með eldi á einum degi. Áhöfnin af skipinu hans mátti hjálpa til. Kveikja þurfti eld með ákveðnu millibili og alltaf varð að sjást í næsta eld. Kona mátti nema eins stórt landsvæði og hún gat leitt kvígu í kringum frá sólarupprás til sólarlags á vordegi.  Hvað finnst þér um þessar landnámsreglur? Hvort heldur þú að karlar eða konur hafi náð að nema stærra landsvæði með þessum reglum?  VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 7. KAFLA 55

56 8. KAFLI ÓKIND Mér er hætt að lítast á blikuna. Þótt sólin sé farin að nálgast náttstað sinn er enn bjart. Nógu bjart til að ég sjái ekkert framundan. Ekkert nema hafið blátt. Hvar ætli Dumbshaf taki við með sína risa og tröll? Þórir er orðinn þungur á brún. Kunnan er flúinn undir fæturna á honum. Ég horfi á kettina í körfunni við hliðina á mér. Þeir eru glaðvakandi og mjálma órólegir. Við þráum öll að komast í land. Orð til skoðunar: Ókind hamur (valshamur) raf að véla einhvern

57 Ég tek Högna mjóa og Mjárúnu hyrnu upp og vef þeim inn í sjalið mitt til að róa þau. Ég vildi að ég væri Freyja og gæti beitt þeim fyrir vagninn minn. Þá myndi ég bjóða Þóri og Kunnan far og aka með okkur öll á brott. Kettirnir myndu draga vagninn um himininn og flytja okkur út í eyjuna. Ef ég væri Freyja ætti ég líka valsham og gæti breytt mér í fugl. Ég yrði að stórum fálka og gripi Þóri með klónum til að bjarga honum. Freyja hefði mörg ráð til að komast úr sjávarháska en við eigum engin. Við þurfum að treysta því að gæfan verði okkur hliðholl. Að örlaganornirnar hafi spunnið okkur lengri þræði. Ég fitla við hálsfestina mína sem er ekki eins fín og menið sem Freyja á. Brísingamenið hennar er smíðað af dvergum en mína festi gerði pabbi úr tréperlum. Þórir er með festi úr rafi úr austurvegi. Hún er merkileg því í einum rafmolanum er lítil fluga. Það er eins og hún hafi verið véluð hafi verið véluð inn í skartið. „Ertu kannski göldróttur eins og aðrir frá Bjarmalandi?“ spyr ég í veikri von um lausn. Hverjar eru þessar örlaganornir? Og hvaða þráð er Þorbjörg að hugsa um?

58 Þórir hvessir á mig kolsvörtum augum. Mér finnst eins og ég sé að breytast í flugu og forða mér undan augnaráðinu. Við megum ekki fara að rífast. Nú þurfum við að beina allri athygli að siglingunni. Þórir á fullt í fangi með seglið. Ég á líka fullt í fangi með stýrið sem slæst til og frá í ölduganginum. Sjórinn skvettist yfir borðstokkinn og kyrtlarnir okkar eru orðnir blautir. Við erum líka hundblaut í fæturna því við höfum ekki náð að ausa skipið.

59 Ég lít á Þóri og ætla að bæta fyrir galdra- spurninguna en kem ekki upp orði því fyrir aftan hann birtist skuggi undir haffletinum. Stór svartur skuggi sem færist nær og nær. Skyndilega klýfur hann yfirborðið og gríðarstór kjaftur blasir við.

60 Ég reyni að æpa en orðin eru föst í hálsinum: „Hva – hva – hva... “. „Hvað?“ Þórir lítur um öxl. Svo öskrum við samtímis: „Hvalur!“ Hvalur sem rekur á land er happafengur. Matur fyrir fjölda fólks og lýsi fyrir langan vetur. En lifandi hvalur sem er stærri en skipið manns er ókind. Hann gæti gleypt okkur með húð og hári og knörrinn með. Við megum engan tíma missa. Við hömumst í seglinu og stýrinu til að breyta um stefnu en ekkert gengur, alls staðar gnæfir þessi risastóri hvalur yfir okkur. Allt í einu rennur það upp fyrir mér að hann er ekki einn á ferð. Hvalirnir eru þrír og þeir stökkva til skiptis upp úr sjónum. Þeir minna á risastóra fugla með allt of litla vængi. Eða hræðileg sæskrímsli. Skelfingin heltekur mig. Ég sé á svipnum á Þóri að hann er líka logandi hræddur. Hann reynir að beita upp í vindinn en það vill ekki betur til en svo að saumarnir í seglinu gefa sig. Stærsta ostalínið þeytist upp í loft og berst með vindinum út í hafsauga. Leifarnar af

61 seglinu slást framan í Þóri sem grípur í siglutréð til að missa ekki jafnvægið þegar skipið tekur djúpa dýfu. Síðan skýst það upp aftur með næstu öldu og við eigum fullt í fangi með að halda okkur. Kunnan ýlfrar ámátlega og ég vona að hann sé öruggur hjá Þóri. Veltan er svo kröftug að allt lauslegt tekst á flug. Mér til skelfingar sé ég að matarkistillinn flýgur út í sjó. Karfan hendist sömu leið og ég er dauðfegin að hafa tekið Högna mjóa og Mjárúnu hyrnu úr henni. Ég finn að þau hjúfra sig að mér inni í sjalinu. Árarnar takast líka á loft og skutlast fyrir borð. Þórir reynir að teygja sig eftir annarri þeirra en nær ekki taki á henni. Árarnar rekur hratt frá skipinu og verða brátt að litlum sprekum út við sjóndeildarhringinn. Við erum búin að missa bæði segl og árar og höfum enga stjórn á ferðinni lengur. Stýrið kemur að litlum notum en ég þori samt ekki að sleppa því. Skipið skoppar stjórnlaust á öldunum sem myndast þegar hvalirnir stökkva úr sjónum. Ég efast ekki um að þeir vilji éta okkur. Þeir virðast gráðugir og grimmir eins og hvalirnir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=