Hólmasól í háska

67 segir pabbi. Ég er ekki viss um að það eigi við um Þóri. Hann er svo skelfilega svangur á svipinn. Matarleysið og vatnsskorturinn eru þó ekki einu áhyggjuefnin. Og í rauninni ekki heldur þau alvarlegustu. Okkur rekur stjórnlaust í norður í átt að miðnætursólinni. Framundan er ekkert nema opið haf. Ef ekkert stoppar okkur rekur okkur út á hið hræðilega Dumbshaf. Í samanburði við risa og tröll eru ránhvalir saklausar skepnur. Ég hef heyrt sögur af tröllum sem éta manneskjur. Dumbur konungur er bæði tröll og risi. Hann mun bryðja okkur eins og þurrkuð fjallagrös. Er þetta það sem örlaganornirnar hafa ákveðið? Hversu grimmar geta þær verið við okkur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=