Hólmasól í háska

53 Ég vef um mig sjalinu en Þórir eftirlætur köttunum sitt svo að þeir verði til friðs í körfunni. Skipinu myndi hvolfa ef þeir færu að hlaupa um með Kunnan á eftir sér. En hvað verða þeir lengi rólegir? Ég hefði kosið gagnlegri áhöfn, einhverja með sterka handleggi til að róa. Þessar litlu loppur grípa ekki í árarnar. „Hvað er eiginlega langt út í þessa eyju?“ andvarpar Þórir sem greinilega er að þreytast í höndunum á að halda í reipið. „Ekki svo mjög, við nálgumst,“ svara ég og reyni að hljóma sannfærandi. Við erum löngu komin framhjá Hrísey og fjörðurinn verður breiðari og breiðari. Við stefnum út á opið haf en hvergi bólar á eyjunni. Samt veit ég að hún er þarna fyrir utan, pabbi kom auga á hana þegar hann nam hérna land en þótti hún of fjarri landi. Hann ætlaði að eiga hana til góða. Enn hefur enginn stigið þar á land svo ég get orðið fyrst. Ég hlakka til að helga mér landið. Það rennur allt í einu upp fyrir mér að við hefðum ekki átt að taka kind með heldur kvígu. Kona sem ætlar að nema land má aðeins eigna sér eins stórt land og hún getur leitt kvígu um

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=