Hólmasól í háska

2 ÞORBJÖRG HÓLMASÓL er dóttir landnámshjóna og landkönnuður í eðli sínu. Fæddist í hólma í Eyjafjarðará og fékk viðurnefnið af því. Forvitin og framtakssöm. ÞÓRIR HÁMUNDARSON er frændi Hólmasólar og jafnaldri. Stór og sterkur eftir aldri og alltaf svangur. Félagi og hjálparhella frænku sinnar. ÞÓRUNN HYRNA er mamma Hólmasólar og amma Þóris. Ættstór og virðuleg höfðingjadóttir frá Noregi. Fékk viðurnefnið af hyrnunni eða sjalinu sem hún er alltaf með og er nokkuð sátt við það (skárra en að vera Þórunn sokkur). KUNNAN er írskur úlfhundur ættaður frá æskuslóðum Helga magra. Þótt nafnið Kunnan þýði grimmur úlfur á írsku er hann blíður og vingjarnlegur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=