Hólmasól í háska

43 langaði að prófa það. Dag einn sigldi hann af stað með tvö svín, digran gölt og spræka gyltu. Gölturinn hét Sölvi en ég held að gyltan hafði ekki verið komin með nafn. Þegar hann sá dalinn hérna bað hann húskarlana að stefna að ströndinni og setja svínin í land. Þeir voru víst heljartíma að koma svínunum frá borði en loksins hafðist það. Gyltan fór strax að leita að æti en gölturinn silaðist silaðist skítandi um, eins og til að merkja sér landið. Á endanum nam hann staðar við stóra klettinn, rýtti hátt og rýndi virðulegur út á hafið. Nú heitir þessi klettur Galtarhamar hamar, sagði pabbi þá og bað húskarlana að muna það. Galtarhamar, Galtarhamar, endurtóku þeir,“ og ég breyti röddinni til að herma eftir þeim. „Galtarhamar, Galtarhamar,“ bergmálar Þórir hlæjandi. Kunnan geltir undir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=