Hólmasól í háska

88 Þórir svarar engu heldur pússar hnífsblaðið hægt og vandlega þar til hann getur speglað sig í því. Ég veit að forvitnin er að fara með pabba því hann iðar og togar í skeggið á sér. Þórir glottir. Ég dusta kattahárin af kyrtlinum mínum. Hann er tættur eftir klærnar og flekkóttur af saltinu úr sjónum. Það fer ekki framhjá mömmu sem hristir höfuðið. „Borða, borða, borða,“ sönglar Asla gamla sem situr og yljar sér í sólinni sunnan við bæinn. „Ég væri reyndar til í mat,“ segir Þórir loks og strýkur magann. „Kannski heilsteiktan skógarbjörn?“ segi ég og Þórir hlær svo dátt að hann dettur í grasið. Hann rétt nær að forðast að lenda á flugbeittum hnífnum. Ég hníg hlæjandi niður í grasið við hliðina á honum og ríf kyrtilinn minn í leiðinni. „Þórir Hámundarson, þú sem átt að geta borið sverð,“ segir Ingunn ávítandi. „Þorbjörg hólmasól,“ stynur mamma. „Þú sem ert að komast á giftingaraldur. Áhyggjur mæðranna af krökkunum eru ólíkar, hvað finnst þér um þetta?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=