Hólmasól í háska

25 „Svona nú, þú getur orðið að gagni,“ segi ég og toga í kyrtilinn hans. Þórir drattast drattast á eftir mér. Ég hvísla að honum áætluninni á leiðinni út úr skálanum. Það lifnar yfir honum og hann opnar munninn en ég þagga niður í honum. Þórir hefur sterka rödd en núna verðum við að hafa hljótt. Það má ekki komast upp um okkur. Ég opna búrið og Þórir stígur varlega inn í þetta kvennaríki sem hann á vanalega ekkert erindi í. Hann gegnir mér og sækir ost meðan ég finn það sem ég kom til að sækja. Línið í ostamótunum virðist sterkt og gott. Ég ríf innan úr nokkrum mótum og er komin með efni í fínasta segl. Línið fel ég bak við búrið áður en við göngum inn í skálann og færum mömmu ostinn. Ég skila líka búrlyklinum og mamma krækir honum strax í beltið sitt. „Hafið þökk fyrir!“ segir mamma og býður gestunum meiri mat. „Borða, borða, borða,“ sönglar Asla gamla og pabbi gegnir eins og vanalega. Meira um áætlunina. Spennan magnast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=