Hólmasól í háska

6 1. KAFLI KRISTNES „Þorbjörg hólmasól!“ Mamma æpir en ég læt sem ég heyri það ekki. Hún er á leið út í matarbúr og vill að ég komi með. Eins og vanalega á ég að fylgja henni og læra verk húsfreyjunnar. En ég vil ekki læra að búa til ost, þótt mér finnist hann góður. Ég hef aðrar fyrirætlanir. Ég ligg í lokrekkjunni lokrekkjunni og læt fara lítið fyrir mér. Loka þétt að mér og hjúfra mig upp að heita brúna koddanum sem lyftist og hnígur svo notalega. Kunnan sefur, sem betur fer. Hann má alls ekki gelta því mamma vill ekki að hundurinn sé inni í lokrekkjunni. Hún segir að hundar eigi að búa með öðrum skepnum í útihúsunum. Mamma skilur ekki neitt. Kunnan er ekki skepna. Hann er besti vinur minn. Þórir frændi er ágætur líka. Það er bara svolítið langt út á Árskógsströnd þar sem hann býr. Við hittumst ekki nógu oft. En það mun breytast bráðum. Þegar við … Orð til skoðunar: lokrekkja þil að vera yggld á brá rakki dögurður að teyga asi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=