Hólmasól í háska

26 Húskarlarnir eru komnir inn að borða. Þeir hafa hátt og það gengur hratt á matinn. „Hvað skal haft hér til skemmtunar?“ spyr einn þeirra og ropar hátt. „Ég ætla að fara með kvæði,“ tilkynnir pabbi og ræskir sig. Það glaðnar yfir fólkinu þegar mamma dregur fram mjöðinn og skenkir í hornin. Það er að færast fjör í skálann. Við Þórir nýtum tækifærið og laumumst út. ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Hnarreist þýðir að vera bein í baki, bera höfuðið hátt. Að brynna er að gefa skepnum að drekka. Húskarlar: Vinnumenn. Að svelgjast á er að taka andköf því vökvi/matur hrekkur ofan í barkann. Að drattast er að fara hægt og letilega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=