Hólmasól í háska

„Já, þú gerðir allt sem skiptir máli í þessari sögu,“ segir mamma þá og allir hlæja í skálanum. Þórir hefur oft heyrt þessa sögu. Hann bendir glottandi á hólmann og spyr hvort ég vilji ekki fara heim. „Ég stefni lengra,“ kalla ég til hans og læt sem ég skilji ekki stríðnina. Ég fæddist í hólma en ætla að nema land í eyju. Þetta verður ríkið mitt, Þórunnarhólmi og Þorbjargarey. 40 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Græðlingar eru ný sprottnar, viðkvæmar plöntur. Að vera ekkert að vanbúnaði þýðir að vera tilbúin/n, það vantar ekkert upp á. Kistill er trékassi með loki. Matarkistillinn er nestiskassinn þeirra. Kjölfar er farið eða rákin eftir skipið á yfirborði vatnsins. Vættir (vættur) eru yfirnáttúrulegar verur úr öðrum heimi. Hólmi er mjög lítil eyja. Hvað er mamman að meina?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=