Hólmasól í háska

24 Mamma skenkir okkur öllum á diska og við setjumst saman til að borða. Þórir tekur hnífinn sinn úr slíðrinu og tætir upp í sig kjötið. „Ég gæti étið heilan hest,“ segir hann með fullan munninn. „Þetta er geit,“ segi ég og lauma beini til Kunnans sem svarar með því að dilla skottinu. „Heldurðu að ég finni það ekki á bragðinu?“ segir Þórir smjattandi. Hann brýtur legg í tvennt og sýgur merginn kröftuglega. „Borða, borða, borða,“ sönglar Asla og pabbi gegnir henni með því að grípa síðasta ostbitann. Mamma ætlar að rísa á fætur en ég sé mér leik á borði. „Ég skal sækja meiri ost, ég þarf jú að læra húsfreyjustörfin.“ Mamma lítur undrandi á mig en réttir mér svo búrlykilinn. „Þórir verður mér til aðstoðar,“ segi ég. Þóri svelgist á mergnum. „Ekki er ég nú vanur kvennastörfum …“ Hann lítur biðjandi á pabba sem er of upptekinn af ostinum til að sinna honum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=