Hólmasól í háska

75 Ég hef engu að tapa hugsa ég og kem Högna mjóa og Mjárúnu hyrnu fyrir hjá Kunnan. „Gættu þeirra vel,“ hvísla ég að honum og hann svarar með lágu gelti. Þórir fer fyrstur upp en ég fylgi á eftir. Það eru hnútar á kaðlinum sem auðvelda klifrið en ég á samt erfitt með að komast alla leið sökum þreytu og hungurs. Loks stöndum við þó bæði um borð í skipinu sem er drekkhlaðið timbri, kistum og tunnum. Ég virði forviða fyrir mér farminn en Þórir tekur ekki eftir honum, hann stendur bara og starir á mat á tunnuloki, risastórt kjötlæri sem stærðar hnífur stendur á kafi í. „Á hvaða leið eruð þið unga fólkið, löngu eftir náttmál?“ rymur Geirmundur sem hefur sömu dimmu röddina og Hámundur bróðir hans. Þórir lítur spyrjandi á mig en ég hristi höfuðið. Það kemur ekki til greina að segja frá. Við munum læra af reynslunni og gera aðra tilraun til að nema þessa eyju. „Svo þið viljið ekki tala,“ hlær Geirmundur. „Þið svarið þá til saka gagnvart feðrum ykkar. Hámund bróður minn þekki ég vitaskuld en

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=