Hólmasól í háska

49 „Þorbjargarey,“ segir Þórir og bætir spenntur við: „Það hlýtur að vera mikið um sel svona norðarlega, eða geirfugl geirfugl!“ Hann sleikir út um. Við siglum áfram í kvöldsólinni. Fjörðurinn er þröngur svo ég er viss um að við stefnum í rétta átt en hann er ótrúlega langur. Þetta er seinlegri ferð en ég reiknaði með. Þórir er farinn að þreytast við að stjórna seglinu. „Segðu mér sögu,“ biður hann geispandi og nuddar augun. Mér bregður, hann má alls ekki sofna hérna úti á sjó. Ég vel söguna um Sigurð Fáfnisbana sem ég veit að er í uppáhaldi hjá honum. Drekinn Fáfnir gætti gulls sem var falið á árbotni. Sigurður náði að drepa drekann og eignaðist gríðarmikinn fjársjóð. „Ég er viss um að það er gull hér á hafsbotninum,“ segir Þórir og horfir dreyminn út fyrir borðstokkinn. Annaðhvort er þetta rétt hjá honum eða sólargeislarnir að plata okkur. Það glitrar í það minnsta á sjóinn. Það er farið að hvessa og vindinum fylgir kul. Það er eins og kuldakrumla grípi um herðarnar. Ég sé að Þóri er líka orðið kalt. Hann hryllir sig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=