Hólmasól í háska

30 enginn sér til okkar og nóg vex þar af viði, bæði sterkum reyniviði og mjúku birki. Pabbi á öll tól sem þarf til að smíða skip þótt hann standi ekki í slíkum stórvirkjum núna. Hann á nóg með að byggja upp stórbýlið hér á Kristnesi. Hann lærði til verka hjá föður sínum sem var þekktur skipasmiður í gamla landinu. Þórir hefur lært af honum og er bæði sterkur og laghentur. Ég hef ekki fengið að smíða með pabba en mamma hefur kennt mér að sauma. Það kemur sér vel því við getum ekki siglt ef við höfum ekki segl. Meðan Þórir smíðar sauma ég línið úr ostamótunum saman í segl. Pabbi hefur þó kennt mér að þekkja stjörnurnar og áttirnar svo að ég mun stýra skipinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=