Hólmasól í háska

71 10. KAFLI DREKI Við horfumst í augu, örmagna og uppgefin. Ég hef aldrei séð Þóri svona dapran. Augun í honum eru vot og vangarnir fölir. Vonleysið skín af honum. Meira að segja Kunnan er búinn að missa móðinn. Hann liggur bara í stafni og starir út í bláinn. Mér líst best á að leggjast niður eins og Kunnan. Ég ætla að sleppa stýrinu en hika þegar ég kem auga á dökkan depil út við sjóndeildarhringinn. Hann færist nær og nær og tekur loks á sig mynd. Dreki. Stærðarinnar dreki með röndótt segl. Skildirnir við borðstokkinn eru skrautlegir. Kross á einum, ljón á öðrum, hrafn á þeim þriðja. Flestir mynstraðir og litríkir. Mér bregður þegar ég sé grimmilegan hausinn sem er málaður í rauðum og gulum litum. Nú reiðist landvætturin. Sæfarar Sæfarar eiga að taka niður drekahausinn áður en þeir nálgast land. Annars Orð til skoðunar: að missa móðinn sæfarar gammur forviða farmur eru eins og hráviði árennilegur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=