Hólmasól í háska

Sagan af svínunum hans Helga magra er í fornritunum. Ástæðan fyrir því að hann sleppti svínunum er samt ekki rakin. Hann gæti hafa verið að nýta sér reynsluna frá Írlandi eins og hér er gert ráð fyrir. Þegar við skrifum um landnámsöld verðum við að geta í eyðurnar og draga ályktanir.  Hvers vegna heldur þú að hann hafi sett svínin tvö í land?  Hvaða máli skipti fyrir búskapinn að svínin gætu bjargað sér úti í náttúrunni?  Hvað ætli hafi orðið um svínaættina í Eyjafirði? Eru villt svín á Íslandi nú til dags?  Í Landnámu stendur að Helgi magri hafi gefið geltinum nafnið Sölvi en gyltan fékk ekkert nafn. Hvað segir þetta um viðhorf fólks til dýra? Hvað myndir þú nefna gyltuna?  VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 6. KAFLA 47

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=