Hólmasól í háska

73 „Hví lætur þú eins og þú þekkir ekki þinn eigin son!“ Maðurinn hlær tröllslega. „Svo þú ert sonur Hámundar bróður!“ kallar hann til Þóris. „Þig hef ég ekki séð áður en þó heyrt af þér. Þér svipar til föður þíns. Til okkar beggja reyndar.“ Við Þórir lítum hvort á annað. „Geirmundur,“ segjum við samtímis. „Sá er maðurinn,“ heyrist úr skipinu. Ég á erfitt með að trúa þessu. Þórir á það greinilega líka því hann gapir eins og fiskur. Geirmundur heljarskinn er tvíburabróðir Hámundar, ríkasti landnámsmaðurinn og stóreignamaður við Breiðafjörð og á Hornströndum. Geirmundur var lengi í víking og sigldi víða, en hefur þó aldrei heimsótt bróður sinn og fjölskyldu hans í Eyjafirði. Ég hef heyrt að þeir séu ósáttir, bræðurnir. Þórir er sennilega smeykur við þennan fræga frænda sinn því hann segir ekki orð. Geirmundur verður fyrri til. „Bittu fleyið ykkar, frændi,“ kallar hann og kastar til hans kaðli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=