Hólmasól í háska

Lín (léreft) var unnið úr stráum plöntu sem kallast hör. Algengasta efnið var þó vaðmál sem var unnið úr ull.  Söl eru þörungar sem finnast neðst í fjörum. Sölin eru mjög næringarrík og voru söxuð út í grauta og brauð eða þurrkuð og tuggin eins og snakk.  Drafli er eins konar mjólkurhlaup sem verður að osti. Osturinn var líklega mjúkur og svolítið súr á bragðið.  Bjarmaland var þar sem nú er Norðvestur hluti Rússlands, kringum Hvítahaf. Þangað sigldu norrænir víkingar. Mamma Hámundar heljarskinns, eiginmanns Ingunnar, var kóngsdóttir frá Bjarmalandi.  Auður djúpúðga, einnig nefnd Unnur djúpúðga, kemur fyrir í Landnámu og Íslendingabók. Þar er hún sögð vera fyrst til að nema land á Vesturlandi. Hún lét smíða glæsilegan knörr í leyni og sigldi með fjölda manns frá Írlandi til Íslands.  Viðurnefnið djúpúðga merkir hin vitra. Hvernig kona heldur þú að Auður hafi verið? Hvaða eiginleika hefur hún þurft að hafa til að stýra svona leiðangri?  VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 2. KAFLA 19

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=