Hólmasól í háska

22 „Er Hámundur ekki með ykkur?“ spyr pabbi og skimar um. Ég heyri að hann er vonsvikinn. „Ég ætlaði að fá hann til að aðstoða mig svolítið úti í smiðju,“ heldur pabbi áfram og við Þórir lítum glottandi hvort á annað. Við vitum bæði hvað hann á við. Þeir Hámundur heljarskinn hafa lengi verið fóstbræður og geta hangið tímunum saman úti í smiðju að rifja upp gamla tíma. Þá er það ekki skyr sem þeir svolgra úr hornunum. „Nei, Hámundur er ekki með í för,“ svarar systir mín. „Það sást til hvals á reki svo að hann varð eftir. Hann sendi þrælana meðfram ströndinni.“ „Skiljanlega, það þarf að verka hvalinn um leið og hann finnst,“ segir pabbi og stígur til hliðar svo að Ingunn komist inn. Hann reynir að varna Kunnan inngöngu en hundurinn smýgur milli grannra fóta hans. Pabbi riðar og þarf að styðja sig við dyrnar. „Hundóféti,“ tautar hann og kastar til skikkjunni um leið og hann skundar inn. Við Þórir skellum upp úr. Skálinn er heitur og ilmandi því mamma er að steikja brauð og stóri kjötpotturinn kraumar yfir eldinum. Kunnan er lagstur við langeldinn hjá Hvað er verið að meina? Hvað vita krakkarnir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=