Hólmasól í háska

10 Ég hnýti á mig höfuðdúkinn. Hann er ekki eins fínn og hyrnan hennar mömmu en mamma er líka virðulegust allra kvenna. Við stígum niður af setinu og göngum í átt að langeldinum. Það snarkar og brestur í birki- hrísinu og logarnir dansa. Ég sé að Kunnan liggur sofandi í hlýjunni og vona að mamma taki ekki eftir honum. Hann hefur lagt sig hjá Öslu gömlu sem situr við eldinn og vermir á sér veika fæturna. „Góðan dag, Asla mín,“ hvísla ég og hún heilsar með sama söngli og venjulega: „Borða, borða, borða.“ „Ég fæ engan dögurð, Asla,“ kvarta ég og gæti þess að mamma heyri. „Ó, það má ekki svelta barn,“ hljóðar Asla. „Hann Helgi litli var svo magur þegar hann kom heim frá Suðureyjum. Þá var Asla fengin til að sjá um matinn … “ Mamma hvessir á mig augun. „Þorbjörg hólmasól sveltur ekki eins og Helgi magri, hún fær mat á eftir,“ grípur hún fram í fyrir Öslu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=