Hólmasól í háska

64 9. KAFLI RISATRÖLL Hvalirnir stökkva hraðar og hraðar, eins og þeir njóti þess að hræða okkur. Knörrinn kastast upp og skellur niður við sporðaköstin. Ef þeir halda svona áfram á skipið eftir að liðast í sundur. Mér finnst ég sjálf vera að liðast í sundur. En skyndilega kyrrist sjórinn. Hvalirnir synda burt og skilja okkur eftir skelkuð en ósködduð. Við erum þó ekki alveg heil heilsu því við erum bæði úrvinda og sjóveik eftir allan veltinginn. Um leið og ófreskjurnar eru horfnar beygjum við okkur yfir borðstokkinn og tæmum magann í sjóinn. Bragðið er gallsúrt gallsúrt og ég þrái vatn að drekka en það er ekki dropi af fersku vatni um borð, aðeins saltur sjór sem enginn getur drukkið. Ég sé matarkistilinn fyrir mér skoppandi á öldunum. Bara að við hefðum bundið hann við skipið. Þá hefðum við getað dregið hann til okkar aftur. Þá ættum við núna slátur, harðfisk og ost og svalandi skyr að drekka. Orð og orðasamband til skoðunar: gallsúrt að gæta einhvers eins og sjáaldurs augna sinna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=