Hólmasól í háska

31 Auðvitað sé ég líka um forðann því Þórir hefur aldrei lært að sjá um mat. Þannig verður það, ég mun stýra skipinu og stjórna leiðangrinum. Þórir mun sigla skipinu og draga það upp í fjöruna því hann er firnasterkur firnasterkur. Við ætlum að nema land eins og foreldrar okkar gerðu þegar þau fluttu til Íslands. Pabbi minn, Helgi magri, stýrði leiðangrinum og fóstbróðir hans, Hámundur heljarskinn, var með í för. Hámundur sem Ingunn systir giftist. Pabbi nam heljarstórt landsvæði og leyfði þeim sem sigldu með honum að byggja sér bæi. Hámundur reisti bæ á Árskógsströnd og þar bjuggu mamma og pabbi fyrsta veturinn, með Hámundi og Ingunni. Þá vorum við Þórir ekki fædd. Ég hugsa stundum um það hversu gaman það væri ef þau hefðu ekki flutt. Þá þyrftum við Þórir ekki að bíða í margar vikur eða mánuði eftir að hittast. „Ég vildi að foreldrar okkar byggju enn þá öll saman á Árskógsströnd,“ segir Þórir, eins og hann hafi heyrt hvað ég var að hugsa. „Það er ekki betra að búa á Árskógsströnd, það er auðveldara að rækta korn hérna á Kristnesi,“ svara ég eins og ég þurfi að verja ákvörðun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=