Hólmasól í háska

52 á flótta undan frekum loðnum skógarketti, eins og pabbi segir. Nú eru þau aftur lögst í ferðalag í ellinni. Högni mjói teygir úr sér og skimar um skipið en Mjárún hyrna sleikir á sér loppurnar. Nú erum við orðin fimm í áhöfninni. Kunnan er ekki sáttur við þessa fjölgun. Hann urrar á kattaparið sem hvæsir á móti. Þórir fórnar höndum. Ég róta eftir harðfiski í matarkistlinum til að róa þau öll. Þórir fær stærsta bitann. „Hvað verður það næst, geit?“ segir hann með fullan munninn. Hann japlar á þurrum fiskinum. „Það væri reyndar gott að fá volgan mjólkursopa núna.“ „Þú færð skyr að drekka þegar við komum í land,“ segi ég því ég vil spara drykkinn. Það verða örugglega lækir í eyjunni sem við getum sótt vatn í. En kannski hefðum við átt að taka geit eða kind með. Við eigum ekki eftir að bragða mjólk fyrr en í haust. Það eru engin villt spendýr á Íslandi nema refir og ekki förum við að mjólka tófur. Það fjölgar enn í áhöfninni, hvaða áhrif gæti það haft?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=