Hólmasól í háska

35 „Farðu nú og sinntu hænunum,“ segir mamma á endanum. Ingunn bætir við: „Þú skalt líka huga að akrinum. Fræin hljóta að vera farin að spíra. Það er ekkert sem faðir okkar óttast eins mikið og að geiturnar éti græðlingana.“ „Það er rétt, byggið er í hættu! Ég fer umsvifalaust af stað,“ hrópa ég og mamma og Ingunn líta hvor á aðra. Þar með er ég líka komin með hest. Við Þórir ríðum eftir slóðanum að skógarlundinum okkar. Gráni og Blesa fá að bíta safaríkt grasið meðan við höldum áfram með skipasmíðarnar. Þórir heggur og neglir en ég flétta reipi. Við þurfum langt og sterkt reipi til að halda seglinu og annað til að binda skipið þegar við drögum það upp í fjöruna á áfangastað. Ef við missum skipið frá okkur komumst við aldrei til baka úr eyjunni. Enginn mun vita hvar við erum. Það setur að mér hroll við tilhugsunina. Við ætlum ekki að setjast að í eyjunni heldur dvelja þar sumarlangt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=