Hólmasól í háska

100 FRAMHALDSSAGAN 1. Hólmasól vill smíða skip og nema land eins og frænka hennar, Auður djúpúðga. Auður (sem er sums staðar nefnd Unnur) var systir Þórunnar hyrnu. Auður var rík ekkja sem stýrði stórum og glæsilegum knerri til Íslands. Hún nam land í Dölunum og er eina landnámskonan sem sagt er rækilega frá í fornum ritum. Þrjú hundruð árum eftir að Auður flutti til Íslands var skrifuð spennandi saga um langalangömmubörn hennar, stráka sem hétu Kjartan og Bolli, og Guðrúnu nágranna þeirra sem þeir voru báðir skotnir í. 2. Hvaða saga er þetta? 3. Hvað verður um Kjartan og Bolla í þeirri sögu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=