Hólmasól í háska

92  Högni mjói og Mjárún hyrna eru aukapersónur í þessari bók en þau fá að vera með til að minna á forna skýringu á landnámi Íslands. Áður voru margir héraðskonungar í Noregi en einn þeirra, Haraldur að nafni, vildi verða konungur yfir öllu landinu. Hann hét því að skerða hvorki hár sitt né skegg fyrr en hann hefði unnið allan Noreg. Þegar það tókst snyrti hann loks hár sitt og fékk þá viðurnefnið Haraldur hárfagri. Sagt var að þeir sem námu land á Íslandi hefðu verið að flýja undan yfirgangi Haralds hárfagra. • Hvað kemur fram um Högna mjóa og Mjárúnu hyrnu í bókinni? Berðu það saman við söguna um Harald hárfagra og landnámið á Íslandi.  Fólkið sem sagt er frá í Landnámu og Íslendingabók kom flest frá Noregi. En margt fólk kom líka frá Bretlandseyjum og Írlandi. Í þeim hópi voru einkum konur, sumar höfðu gifst norrænum mönnum, aðrar voru vinnukonur og enn aðrar ambáttir (þrælar).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=