Hólmasól í háska

15 Það liggur betur á henni núna þegar ég er byrjuð að vinna. Við nemum staðar við stóra keraldið þar sem mjólkin er látin súrna. Mamma veiðir rjómann ofan af og setur í lítið ker. Ég stelst til að dýfa fingrinum í rjómann og sleikja meðan hún sækir aðra ausu. Síðan eys hún drykknum upp og ofan í ker. Ég sleiki út um, því sölin eru sölt og mig langar í sopa. „Nú er komið að ostinum,“ segir mamma og ég fylgist náið með. Ef mér tekst að læra þetta getum við Þórir tekið svona kerald með okkur. Þá höfum við bæði skyr að drekka og ost að borða. Kjötið getum við útvegað sjálf, því Þórir á góðan boga. Hann getur veitt gæs eða rjúpu sem við getum steikt yfir eldi. Ég fæ vatn í munninn af tilhugsuninni um nýtt kjöt. „Komdu með ostamótið,“ segir mamma og réttir mér ausu. Ég færi mótið nær henni. Það er klætt ljósu líni og nú fæ ég góða hugmynd. Það eru mörg ostamót hérna inni. Mamma lætur mig ausa draflanum upp af botninum og setja í mótið. „Þjappaðu nú vel,“ segir hún. Það er ferð framundan, hvert ætla krakkarnir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=