Hólmasól í háska

4 Þessi bók er skáldsaga sem byggist á heimildum um sögutímann. Heimildirnar eru fornar skinnbækur sem heita Landnáma og Íslendingabók þar sem sagt er frá landnámi Íslands á 9. og 10. öld. Við vitum ekki hver er höfundur Landnámu en Ari fróði skrifaði Íslendingabók á fyrri hluta 12. aldar.  Í þessum fornu bókum er sagt frá hjónunum Helga magra og Þórunni hyrnu sem námu land í Eyjafirði. Sagt er frá fæðingu dóttur þeirra sem kom í heiminn þegar þau voru að flytja bú sitt: „Í búfærslunni varð Þórunn léttari í Þórunnareyju í Eyjafjarðará; þar fæddi hún Þorbjörgu hólmasól.“ Hún er sögð vera fyrsta barnið sem fæddist í Eyjafirði.  Sagnaritarar eins og Ari fróði höfðu mestan áhuga á ríkum körlum svo að vitneskja okkar um fyrstu íbúa landsins er býsna skökk. Þeir skrifuðu um marga karla, fáar konur og einstaka börn en ekki um fátækt fólk eins og vinnumenn eða þræla. Við erum þakklát gömlu sagnariturunum því bækurnar þeirra eru mikilvæg heimild um landnámstímann. En við leyfum okkur líka að bæta við og benda á fólkið sem vantar. Það vildi Ari fróði sjálfur því hann skrifaði: Ef eitthvað er rangt í þessari bók er skylda að benda á það sem er sannara.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=