Hólmasól í háska

í sögunum hans pabba. Rángjarnir risahvalir sem umkringja aðrar sjávarskepnur og ráðast á þær í hópum. Nú verðum við að treysta á þau sem öllu ráða. Við áköllum heilagan Nikulás, verndardýrling sæfarenda, og sjávarguðinn Njörð, föður Freyju. Við heitum líka á Þór eins og faðir minn gerir alltaf til sjóferða. Eitthvert þeirra hlýtur að vera á verði. 62 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Ókind þýðir ófreskja Hamur (valshamur) eru fjaðrir á fugli eða skinn á dýri en hér er valshamur fuglsbúningur. Raf er ævaforn storknuð trjákvoða sem lítur út eins og gulur demantur. Að véla einhvern merkir að lokka einhvern eða plata.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=