Hólmasól í háska

28 4. KAFLI SKIPASMÍÐAR Það er kyrrt og hljótt og enginn maður sjáanlegur þegar við komum út. Aðeins hænurnar eru á vappi fyrir framan bæinn. Ég slít nokkur fíflablöð úr bæjarveggnum og kasta til þeirra og þær keppast um að ná þeim. Við þurfum ekki að óttast að þær kjafti frá. Nú liggur mikið á að allt gangi upp. Ég skýst bak við búrið og gríp línið sem ég faldi þar en Þórir fer í smiðjuna. Hann kemur til baka með lítinn skinnsekk. „Ertu með allt sem við þurfum?“ spyr ég og hann hristir sekkinn. Það hringlar í járni. „En þú?“ Ég brosi og lyfti línstaflanum. Ég er svo með nál og þráð í pungnum mínum, eins og alltaf. Við göngum varlega framhjá bænum til að þurfa ekki að svara óþægilegum spurningum. Það er reyndar engin hætta á því að fólkið inni heyri til okkar, slík eru lætin inni í bænum. Háreystin Háreystin berst gegnum þunna húðina í gluggunum. Orð til skoðunar: pungur háreysti laghentur forði firnasterkur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=