Hólmasól í háska

Miðaftann er klukkan 18. Meiri upplýsingar um tímann eru aftast í bókinni.  Dumbshaf var norður af Íslandi og markaðist af Grænlandssundi í vestri, Grænlandshafi í norðri og Noregshafi í austri. Ýmsar sögusagnir voru tengdar Dumbshafi, Dumbur konungur átti að vera kominn af risum í föðurætt og tröllum í móðurætt. Í einni sögu kemur líka eineygður maður úr Dumbshafi. Menn sögðu að það hefði verið Óðinn í dulargervi.  Hvernig ætli svona sögur hafi orðið til? Um hvaða svæði heldur þú að mestu ævintýrasögurnar hafi orðið til?  Ólíkar reglur voru fyrir karla og konur sem vildu nema land ef marka má Landnámu. Karlmaður mátti nema eins stórt land og hann gat afmarkað með eldi á einum degi. Áhöfnin af skipinu hans mátti hjálpa til. Kveikja þurfti eld með ákveðnu millibili og alltaf varð að sjást í næsta eld. Kona mátti nema eins stórt landsvæði og hún gat leitt kvígu í kringum frá sólarupprás til sólarlags á vordegi.  Hvað finnst þér um þessar landnámsreglur? Hvort heldur þú að karlar eða konur hafi náð að nema stærra landsvæði með þessum reglum?  VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 7. KAFLA 55

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=