Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

Sexting KYNFERÐISOFBELDI Brotaþoli Sambönd Erótík Elskendur Ástríða Kynlífshandrit Ljósmynd Druslustimplun Nauðgun Gerandi Samfélagsmiðlar METOO Mörk Kynverund Sexý Samþykki Kyn Skóli Hætta Tilfinningar Klám Fræðsla Karlmennska Skilaboð sms Nakin Klám Elskendur Fræðsla Flexa Vá – viðvörun Sjúk ást Áreiti Slaufun Kynvitund Samfélagsmiðlar Hópþrýstingur Valdamisvægi Trans Hinsegin KYNBUNDIÐ OFBELDI OG SKÓLAKERFIÐ KENNARAHANDBÓK Eygló Árnadóttir – Kristín Blöndal Ragnarsdóttir María Hjálmtýsdóttir – Þórður Kristinsson

2 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | KYNBUNDIÐ OFBELDI OG SKÓLAKERFIÐ KENNARAHANDBÓK ISBN: 978-9979-0-2922-9 © 2023 Eygló Árnadóttir, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, María Hjálmtýsdóttir og Þórður Kristinsson, framhaldsskólakennarar og í stjórn kynjafræðikennara. Ljósmyndir: Shutterstock Ritstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Yfirlestur og góð ráð: Embætti landlæknis, Jafnréttisstofa Málfarslestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2023 Menntamálastofnun Kópavogur Umbrot og útlit: Menntamálastofnun

3 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Inngangur að kennarahandbók 5 Mikilvæg fyrstu skref kennarans 7 Fræðum okkur 7 Kennslustofan sem öruggara rými 8 Vá-viðvaranir 8 Staða kennara gagnvart nemendum 9 Orð skipta máli! 10 Brotaþoli...................10 Dómstóll götunnar/Mannorðsmorð /Tekinn af lífi/Of langt gengið … . . . . . 11 Saklaus uns sekt er sönnuð . . . . . . . . 11 „Orðámótiorði“. . . . . . . . . . . . . . 11 Slaufunarmenning . . . . . . . . . . . . . 12 Þegar nemendur hafa tengsl við eða reynslu af kynbundnu ofbeldi 13 Ef aðstandandi opnar sig . . . . . . . . . 13 Ef brotaþoli opnar sig . . . . . . . . . . . 13 Tilkynningarskyldan . . . . . . . . . . . . 16 Ef gerandi opnar sig (eða er ásakaðurumbrot) . . . . . . . . . . . . . 17 Samfélagið, kyn og kynlíf 19 Kyn 20 Hinsegin 20 Forréttindi 21 Kynjakerfið . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Kynlífshandrit................ 22 Karlmennskan getur verið skaðleg . . . . 23 Kvenleikinn er tvíeggja sverð . . . . . . . 24 Jaðarhópar.................24 Klám 27 Hvað er klám? 28 Áhrif kláms á kynlífshandrit ungmenna 29 Hver er vandinn við klám? 29 Áhrifklámsáheilann. . . . . . . . . . . . 29 Áhrifklámsáhjartað. . . . . . . . . . . . 30 Áhrif kláms á samfélagið . . . . . . . . . . 31 Ofbeldiíklámi ............... 31 Klámbransinn................31 Áhrif klámneyslu á kynferðisofbeldi . . . 32 Klámvæðing samfélagsins . . . . . . . . . 32 Hvernig best er að tala um klám við nemendur 33 Fjölbreytni nemendahópsins . . . . . . . 33 Höfum hemil á tilfinningum . . . . . . . . 33 Klámerekkikynlíf . . . . . . . . . . . . . 33 Bjóðum vandaða kynfræðslu . . . . . . . 34 Kynbundið ofbeldi 37 Nauðgunarmenning 37 Nauðgunarmýtur . . . . . . . . . . . . . . 39 Þolendaskömmun. . . . . . . . . . . . . . 40 Skrímslavæðing. . . . . . . . . . . . . . .41 Gerendameðvirkni . . . . . . . . . . . . . 42 Kynferðisofbeldi 43 Afleiðingar kynbundins ofbeldis . . . . . 43 Ofbeldi í nánum samböndum . . . . . . . 43 Ásetningur og brotavilji . . . . . . . . . . 44 Mörkogsamþykki............. 44 Þvingaðsamþykki . . . . . . . . . . . . . 45 Stafrænt kynferðisofbeldi . . . . . . . . . 46 Þolendaskömmun varðandi stafrænt kynferðisofbeldi . . . . . . . . . 47 Lög um kynferðislega friðhelgi . . . . . . 48 Afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis . . 48 Kynferðiseinelti 49 Kynferðisleg áreitni . . . . . . . . . . . . . 50 Druslustimplun . . . . . . . . . . . . . . . 51 Hinsegineinelti. . . . . . . . . . . . . . . 52 Þöglu þolendurnir 53 Af hverju segja þau ekki frá? . . . . . . . 53 Hvaðerhægtaðgera?. . . . . . . . . . . 54 Ítarefni 57 Sjúkást 57 Samþykki 58 Vika 6 59 Kynferðiseinelti 59 Forréttindi og misrétti 59 Áhorfsefni 60 Hvernig kynfræðslu fékkst þú? 61 VERKEFNI 63 Að panta pítsu saman 1 64 Að panta pítsu saman 2: 66 Kynferðisofbeldi – píramídi nauðgunarmenningar 67 Sjúkást – átakið 69 Sjúkást – sambandsrófið 71 Sjúkást - kynlíf / kynfræðsla 74 Kynferðiseinelti – hinsegineinelti 75 Kynferðiseinelti – druslustimplun 76 Kvikmyndir – kynferðiseinelti 77 The Bystander Moment – heimildarmynd 78 Forréttindahjólið 79 Auglýsingar – greiningarverkefni 81 Vika sex – 2020 82 Samþykkistaflan 84 Mannasiðir kvikmynd 86 Heimildaskrá 87

4 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | KYNFERÐISOFBELDI STOPPUM ÞAÐ! Hverjum skólastarfsmanni ætti að vera bæði ljúft og skylt að hafa augun hjá sér þegar nemandi mætir illa, lokar á félagstengsl, lækkar í einkunnum, eða sýnir aðra áhyggjuvaldandi hegðun. Hér getur skóli gripið inn í og aðstoðað ungan brotaþola í átt að betri líðan.

Inngangur að kennarahandbók Kynferðislegt og annað kynbundið ofbeldi hefur löngum fylgt mannlegu samfélagi en fremur nýlega fór loks af stað umræða um þann umfangsmikla og skaðlega samfélagsvanda. Á skömmum tíma hefur skapast menning í okkar heimshluta fyrir því að brotaþolar opni sig, skili skömminni og kalli gerendur sína til ábyrgðar. Samkvæmt gögnum Stígamóta til áratuga eru 70% brotaþola kynferðisofbeldis, sem leita til samtakanna, undir 18 ára aldri við fyrsta brot. Oft er gerandi ofbeldisins á svipuðum aldri og brotaþolinn, en 60% gerenda er undir þrítugu. Hvergi er því að finna stærra samansafn bæði þolenda og geranda kynferðisofbeldis en í skólum landsins. Kynbundið ofbeldi er því sannarlega viðfangsefni skólakerfisins. Til mikils er að vinna með að ná snemma til ungra brotaþola og styðja í átt að betri líðan. Enn frekari ávinningur felst þó í því að ná til gerenda og mögulegra framtíðargerenda snemma og reyna að stýra þeim frá því að beita ofbeldi, en eingöngu þannig verður kynferðisofbeldi upprætt. Nær allir gerendur ofbeldis voru eitt sinn nemendur í skóla og margir eru enn, svo borðleggjandi næsta skref í baráttunni gegn ofbeldi er að efla skólana. Skólaumhverfið þarf að vera öruggt svo ungir brotaþolar telji sér fært að sækja þangað eftir aðstoð, en ekki síður geta skólar haft áhrif á nemendur sína til framtíðar með fræðslu og forvörnum gegn skaðlegri hegðun, viðhorfum og orðræðu. Árið 2020 var samþykkt á Alþingi ályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Í áætluninni segir að samfélagsvandinn verði upprættur með samstilltu átaki, byggðu á djúpstæðum skilningi á kynbundnu ofbeldi. Því skuli tryggja þekkingu skólastarfsfólks á forvörnum, fræðslu og viðbrögðum. Þessi kennarahandbók er ætluð sem tól í átt að því markmiði. Höfundar bókarinnar sinna kennslu í kynjafræði, kynfræðslu og ofbeldisfræðslu í skólum og víðar; og koma að margs konar verkferlum varðandi forvarnir og viðbrögð skóla í ofbeldismálum. Öll sitja í stjórn félags kynjafræðikennara á Íslandi. Starfsfólkið verður að vita hvað það þýðir að vera þolendavænn skóli en röng nálgun í þessu krefjandi viðfangsefni skilar líklega litlu til nemenda og getur í versta falli valdið brotaþolum enn meiri skaða og vanlíðan. Þetta skilja kennarar og leggja því margir alls ekki í umræðuna. Grundvöllur þess að hvers kyns aðgerðir skóla gegn kynferðisofbeldi skili sér á gagnlegan hátt til nemenda er þekking starfsfólksins á umfangi, afleiðingum, eðli og ólíkum birtingarmyndum kynbundins ofbeldis. Fræðslu um ofbeldi, jafnrétti, samskipti, kynlíf, mörk og samþykki verður að flétta formlega inn í kennslu, félagslíf, forvarnir og menningu hvers skóla. Skólar skyldu þekkja nauðsyn þess að flétta saman ofbeldisfræðslu, samþykkismiðaða kynfræðslu og kynjafræðikennslu. Því kynbundið ofbeldi verður ekki til í tómarúmi heldur á rætur í valdatengslum og ríkjandi samfélagsviðhorfum. Kennarar þurfa að þekkja hvernig síaukin klámneysla ungmenna hefur áþreifanleg áhrif á samskipti kynjanna, kynferðisofbeldi og viðhorf til kvenna og jaðarhópa. Kennsla, áætlanir og verkferlar skóla verða að byggja á ríkri þekkingu og miða að því að takast á við kynferðisofbeldi á áfallamiðaðan og brotaþolavænan hátt. Bókin gefur hugmyndir að nemendaverkefnum, viðeigandi orðalagi og gagnlegum umræðupunktum í skólastofunni. 5 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 |

6 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Samkvæmt gögnum Stígamóta til áratuga eru 70% brotaþola kynferðisofbeldis, sem leita til samtakann, undir 18 ára aldri við fyrsta brot. Oft er gerandi ofbeldisins á svipuðum aldri og brotaþolinn, en 60% gerenda er undir þrítugu. Hvergi er því að finna stærra samansafn bæði þolenda og geranda kynferðisofbeldis en í skólum landsins. Kynbundið ofbeldi er því sannarlega viðfangsefni skólakerfisins.

7 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Mikilvæg fyrstu skref kennarans Umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi er þess eðlis að vanda þarf vel til verka. Mikilvægt er að kynna sér þessar leiðbeiningar um hvernig best er að nálgast þennan viðkvæma málaflokk, áður en farið er með fræðsluefnið inn í kennsluumhverfi. Ekki er nóg að skella hugtökum og skilgreiningum fyrir framan nemendur heldur þarf kennari að hafa kafað í efnið, skoðað sín eigin viðhorf og vera viðbúinn ýmiskonar erfiðum umræðum og uppákomum í kennslustundinni. Kennari þarf að vera meðvitaður um að í nemendahópnum eru að öllum líkindum brotaþolar kynferðisofbeldis, því samkvæmt gögnum Stígamóta voru 70% þeirra fjölmörgu sem þangað leita, undir 18 ára aldri þegar þau urðu fyrir ofbeldinu. Oft voru gerendur þeirra á svipuðum aldri en u.þ.b. 60% þeirra sem beittu ofbeldinu voru undir þrítugu. Því má einnig gera ráð fyrir gerendum í nemendahópum og vert er að hafa í huga að sama manneskja getur verið bæði brotaþoli og gerandi. Loks eru allar líkur á að nemendur þekki til ofbeldismála sem aðstandendur brotaþola og/eða geranda. Kennari þarf að geta brugðist við á gagnlegan hátt ef ungmenni opna á erfiða lífsreynslu, svo þau fái tækifæri til þess að tjá sig um upplifun sína og leiðbeiningar um hvar þau geti fengið frekari aðstoð. Því er mikilvægt að vanda vel orðalag og vera vakandi fyrir viðbrögðum nemenda. Með því að undirbúa bæði sig og nemendahópinn er hægt að hafa fræðsluna þolendamiðaða en markmiðið með því er að draga úr líkum á að fræðslan valdi frekari skaða hjá brotaþolum ofbeldis. Staða nemenda er fjölbreytt og kennari þarf að geta brugðist við hverju máli fyrir sig en hér neðar er gátlisti fyrir slíkar aðstæður. Loks snýr fræðsla um kynferðisofbeldi fyrst og fremst um að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi í framtíðinni en allir gerendur voru jú eitt sinn nemendur í skólastofu. Þessa ábyrgð skyldi hver kennari taka alvarlega og vinna (í kennslustofunni og utan hennar) gegn skaðlegum viðhorfum sem geta leitt til kynferðisofbeldis. Fræðum okkur Fagfólki af ýmsu tagi er oft boðið inn í framhaldsskóla til að fræða nemendahópinn um t.d. ofbeldi, kynlíf, samskipti, klám eða annað viðkvæmt efni. Þessa utanaðkomandi fræðslu ætti kennari aldrei að líta á sem kennslupásu, heldur vera áfram í stofunni með nemendum. Mikilvægt er að hann geti gripið inn í ef erfiðar tilfinningar vakna og/eða varhugaverð umræða fer af stað. Kennari ber ábyrgð á sínum nemendahópi, ekki síst þegar um ræðir nemendur undir 18 ára aldri en nýnemar eru í flestum skólum einn helsti markhópur slíkrar fræðslu. Mikilvægt er að kennarar nýti tækifærin, þegar ungmennin eru frædd, til að fræðast sjálfir. Kennarar ættu ekki að láta fræðslu á sal á t.d. þemadögum fram hjá sér fara. Fræðsluerindi sem þessi eru mikilvæg tækifæri til endurmenntunar. Í gegnum þau má fræðast um flókin málefni af fagaðilum sem vinna með þau alla daga og geta veitt innsýn í stöðuna og áherslur hverju sinni. Loks verða forvarnir í skólum að vera sjálfbærar og áhugavert erindi gestafyrirlesara mun án vafa vekja spurningar, vangaveltur og umræðu nemendahópsins. Þá er lykilatriði að kennarinn hafi sjálfur fræðst og geti tekið umræðuna áfram með nemendum þegar fyrirlesarinn er á bak og burt.

8 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Kennslustofan sem öruggara rými Hugmyndin um kennslustofuna sem öruggt rými vísar til þess að þar eigi nemendum að finnast þau nógu örugg til að geta tekið áhættu, tjáð skoðanir sínar heiðarlega og deilt eigin þekkingu, viðhorfum og reynslu. Ekki dugir að eingöngu lýsa því yfir að kennslustofan sé öruggt rými heldur verður að vinna markvisst að því. Það er t.d. hægt að gera í samvinnu við nemendur; spyrja hvaða merkingu þau leggi í hugtakið og hvernig þau sjái fyrir sér að hægt sé að stuðla að öruggara andrúmslofti í kennslustofunni. Einna mikilvægast í þessu samhengi er að hvetja nemendur til að gæta að orðalagi; að nemendur og kennarar tali af virðingu um annað fólk, ekki síst í ljósi þess að við þekkjum ekki reynsluheim allra í kennslustofunni. Engu að síður er mikilvægt að nemendur finni að þeir geti spurt þeirra spurninga sem á þeim brenna. Það getur verið erfitt að samræma þetta tvennt; nærgætni fyrir samnemendum og frelsi til þess að spyrja um eitthvað sem gæti mögulega verið særandi. Með því að ræða við nemendahópinn um hvernig nærgætni og virðing virka á báða bóga, má stuðla að öruggara umræðurými. Kennarinn þarf að finna þann tón sem hentar sér og sínum nemendahópi en þumalputtareglan er þó sú að vera ekki of hress en ekki eins og við jarðarför þótt efnið sé þungt. Einnig má gera ráð fyrir því að eftir kennslustundir þar sem ofbeldi er til umræðu, komi nemendur og óski eftir því að fá kennara á eintal. Það getur verið allt frá því að fá svar við einföldum spurningum upp í að greina frá ofbeldisreynslu. Þá er mikilvægt fyrir kennara að vera meðvitaður um viðbrögð þegar nemandi greinir frá ofbeldi (sjá gátlista aftar). Vá-viðvaranir Reynsla nemenda af kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi er æði ólík. Kennari mætti því temja sér að setja „vá-viðvörun“ (e. trigger warning) eða „efnisviðvörun“ fyrir slíka fræðslu og koma til móts við þá nemendur sem treysta sér ekki til þess að vera viðstaddir umræðu um efnið (sjá umfjöllun um nálgunina hér: VARÚÐ – hætta á váhrifum). Gefum viðvörunina með góðum fyrirvara og svo aftur við upphaf kennslustundarinnar. Í sumum tilvikum er hægt að bjóða nemendum að vinna verkefni frekar en að taka þátt í umræðutímum um efnið. Mikilvægt er þó að útskýra fyrir nemendum að almenn umfjöllun um ofbeldi gæti gagnast þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi – til þess að átta sig á að þau eru ekki ein og að sökin sé ekki þeirra. Einnig geti þau öðlast tól og orðaforða til að vinna úr reynslu sinni. Reynsla höfunda þessa texta hefur verið sú að flest kjósa að mæta í kennslustundina en eru þakklát fyrir að geta undirbúið sig andlega fyrir umfjöllunina og umræður. Upplifun tveggja aðila af kynferðisofbeldi getur verið gjörólík. Þrátt fyrir að gerandi hafi alls ekki alltaf einbeittan brotavilja, situr ávallt eftir brotaþoli með afleiðingar. Kennari þarf að vera meðvitaður um að í nemendahópnum eru að öllum líkindum brotaþolar kynferðisofbeldis.

9 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Staða kennara gagnvart nemendum Í fræðslu sem þessari er sérlega mikilvægt að kennarinn hugi að stöðu sinni gagnvart nemendum. Kynferðisofbeldi er valdníðsla og á afar sterk tengsl við valdamisvægi í samfélaginu og kennari er jú í valdastöðu gagnvart nemendum. Staða kennarans getur þó verið breytileg. Kyn hefur mikil áhrif þar sem staðalmyndir og væntingar til kynbundinnar hegðunar lita viðhorf nemenda til kennarans (og öfugt). Karlkennarar hafa þannig almennt séð meira svigrúm en konur og önnur kyn og eiga oft auðveldara með að fara í hlutverk þess sem miðlar þekkingu án þess að hún sé dregin í efa. Þetta þarf að setja sérstaklega í samhengi við efnisflokkinn hér – kynferðisofbeldi – sem er gríðarlega kynjaður veruleiki. Aldur kennara getur skipt máli og þá sérstaklega í tengslum við aldurssamsetningu nemendahópsins (og hvaða skólastig um ræðir). Sumir kennarar njóta meiri virðingar nemendahópsins eftir því sem þeir eldast, á meðan aðrir virðast ná betur til nemenda sem eru nær þeim í aldri. Þá þarf að hafa ýmis atriði í huga s.s. kynhneigð, kynvitund, líkamlega getu, líkamsbyggingu, etnískan bakgrunn og húðlit. Því forréttindi og misrétti hanga saman. Grundvöllur þess að hvers kyns aðgerðir skóla gegn kynferðisofbeldi skili sér á gagnlegan hátt til nemenda er þekking starfsfólksins á umfangi, afleiðingum, eðli og ólíkum birtingarmyndum kynbundins ofbeldis.

10 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Orð skipta máli! Orðanotkun varðandi kynferðisofbeldi og ótti okkar við sterku orðin varpar ljósi á mikilvægi og mátt tungumálsins. Vangaveltur um orðanotkun geta verið valdeflandi fyrir brotaþola ofbeldisins, þegar þau átta sig á áhrifunum sem það getur haft að orða hlutina upp á nýtt. Brotaþoli Gætum þess hvaða orð við notum um brotaþola kynferðisofbeldis – sem eiga skilið gott og heilbrigt líf eftir ofbeldið. Hugtakið brotaþoli er lýsandi að því leyti að það vísar til atviks/atvika sem viðkomandi þurfti að þola en skilgreinir líf og persónu manneskjunnar síður en hugtakið þolandi. Tölum ekki um fórnarlömb. Annars vegar lifa flestir brotaþolar af og er þar með ekki hægt að líkja við slátruð dýr. Hins vegar er fórn skilgreind sem „gjöf til guðanna“ en brotið sem framið er á sér enga heilaga merkingu eða tilgang. Sleppum því líka að tala um sálarmorð. Það eru sannarlega ekki uppbyggileg skilaboð til brotaþola að sál þeirra hafi verið myrt og nú hljóti þau að ganga um sálarlaus. „Saklaus uns sekt er sönnuð“ er réttarfræðilegur frasi sem á eingöngu við um skyldur dómstóla gagnvart ákærða í kærumáli en er óviðeigandi annars staðar.

11 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Dómstóll götunnar/Mannorðsmorð/Tekinn af lífi/Of langt gengið … Kennarar þurfa að vera meðvitaðir um algenga frasa og klisjur sem þjóna nauðgunarmenningunni. Bæði til þess að forðast sjálfir þau orð og til þess að geta bent nemendum á hvernig slík orð geta verið heftandi fyrir umræðuna. Það er mjög mannlegt að skilgreina eigin reynslu og fólkið sem okkur þykir vænt um, fjarri erfiðum orðum á borð við nauðgun og nauðgari en færum okkur samt frá hugtökum sem afvegaleiða umræðuna. Orðræðan virðist oft ganga út frá því að þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé samfélagsmein sem skilji eftir sig slóð brotaþola, séu gerendurnir hvergi til. Kynferðisofbeldi er á alla kanta viðkvæmt mál en hægt er (og mikilvægt) að ræða það á annan hátt en að vinna gegn samfélagsbyltingum síðustu ára, þar sem brotaþolar taka sér loks pláss og skila skömminni. Saklaus uns sekt er sönnuð Þegar einhver hefur brotið af sér er hann sekur um brot, burtséð frá því hvort hann sé staðinn að verki eða ekki. Verknaður skilgreinir sekt en ekki dómsalur, hvað þá almenningur. Saklaus uns sekt er sönnuð er réttarfræðilegur frasi sem á eingöngu við um skyldur dómstóla gagnvart ákærða í kærumáli en er óviðeigandi annars staðar. Í þessu samhengi verður einnig að nefna að fæstir kynferðisbrotamenn eru nokkurn tímann dæmdir og raunar sjaldnast kærðir. Kynferðisbrot eru þess eðlis að vitni og sönnunargögn eru fá, ef nokkur, og því þau mál sem helst eru felld niður í kerfinu. Það að kærumál séu felld niður vegna ónógra sannana er ekki staðfesting á að brot hafi ekki átt sér stað, heldur aðeins á því að dómstóllinn hafi orðið að leyfa hinum ákærða að njóta vafans sem ónógar sannanir skapa. Kynferðisbrot eru einu sakamálin þar sem trúverðugleiki brotaþola er gegnumgangandi dreginn í efa, og tilfinningalegt uppnám jafnt notað til að styðja við frásögn og draga úr trúverðugleika á sama tíma. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar „Áfallasaga kvenna“ frá árinu 2018 hefur ein af hverjum fjórum fullorðnum íslenskum konum orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun. Ljóst er að mjög lítill hluti gerenda þeirra brota hefur þurft að svara til saka fyrir ofbeldið. „Orð á móti orði“ Þessi frasi málar upp kynferðisbrot á einfaldan og svarthvítan hátt. Annað hvort hljóti um að ræða einbeittan brotavilja annars aðilans eða lygar hins. Í þessari handbók verður hinsvegar fjallað um hversu flókin slík mál eru oft. Gerendur kynferðisbrota eru alls konar og mjög oft tengdir þolendum nánum böndum. Samfélagslegar staðalímyndir, valdamisvægi, forréttindablinda og ólíkar hugmyndir fólks um kynlíf og samskipti eiga stóran þátt í kynbundnu ofbeldi; svo að upplifun tveggja af sama atburði getur verið gjörólík. Það fríar gerandur þó ekki ábyrgð. Þeir þurfa mun frekar stuðning við að horfast í augu við eigin gjörðir og læra af þeim, en að samfélagið allt setji sig í stellingar réttarkerfis og meti ofbeldið út frá sönnunarbyrði fremur en upplifun brotaþola. Kynbundið ofbeldið er langtum stærra vandamál en kærur og dómar segja til um.

12 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Slaufunarmenning Þetta hugtak hefur talsvert borið á góma síðustu misseri án þess endilega að skýr skilgreining fylgi. Oft er verið að vísa í þegar frægir karlar hafa misst vinnu eða verkefni eftir að þolendur stíga fram og opna sig um ofbeldi af þeirra hálfu. Þó er afar hæpið að tala um raunverulega slaufun á þjóðþekktum einstaklingum sem ásakaðir hafa verið um kynferðisofbeldi. Þrátt fyrir oft háværa kröfu samfélagsins um að viðkomandi víki frá opinberum störfum, koma þeir í langflestum tilfellum aftur til fyrri starfa; s.s. í útvarp, sjónvarp, hlaðvarpsþætti, upp á svið eða á fótboltavöllinn. Höfum þá í huga að iðulega eru það brotaþolar ofbeldis sem verða fyrir útskúfun á vinnustöðum, úr vina- og fjölskylduhópum eða jafnvel heilu samfélögunum, flytjast á brott og flosna upp úr starfi eða námi – oft vegna viðhorfa umhverfisins. Hörmulegasta afleiðing kynferðisofbeldis og útskúfunar í kjölfarið er sjálfsvíg en 20-30% þeirra sem leita til Stígamóta hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Af þeim sem urðu fyrir ofbeldinu fyrir 18 ára aldur, berst helmingur við sjálfsvígshugsanir. Höfum í huga að þessar tölur eiga einungis við þau sem lifa það að mæta í viðtal á Stígamótum. Sumir brotaþolar náðu ekki svo langt áður en þeir tóku eigið líf. Í stað þess að spyrja: „Hvenær á að hleypa gerendum aftur inn í samfélagið?“ mætti minna sig á að við sem samfélag erum rétt nýfarin að opna umræðuna um kynferðisbrot og gefa þolendum færi á að tjá sig. Við verðum að staldra við og hugsa hvert næsta skref sé, áður en við veitum gerendum syndaaflausn. Hvernig geta gerendur kynferðisbrota í raun axlað ábyrgð, grætt sár og bætt sig? Tölum því frekar um ábyrgðarmenningu en slaufunarmenningu – þá kröfu samfélagsins að gerendur kynferðisofbeldis séu kallaðir til ábyrgðar (sú ábyrgð á sér ýmsar birtingarmyndir). Sú nýlega krafa er viðbragð við gríðarlöngu skeytingarleysi um kynferðisofbeldi, gerendameðvirkni og þolendaskömmun.

13 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Þegar nemendur hafa tengsl við eða reynslu af kynbundnu ofbeldi Þrátt fyrir að samfélagsumræðan sé oft upplagt efni í kennslu ættu áberandi mál sem varða kynferðisbrot helst ekki að vera tekin til umfjöllunar í kennslustofunni. Ísland er lítið og þó nokkrar líkur á því að einhver í nemendahópnum sé tengdur málsaðilum hverju sinni, annað hvort þolendum eða gerendum. Reyndu því eftir fremstu getu að sleppa því að nota nafngreinda einstaklinga sem dæmi. Í stað þess er betra að tala almennt um efnið og út frá tölfræði og rannsóknum. Ef aðstandandi opnar sig Kennari þarf þó að geta gripið inn í umræðu nemenda um þekkt kynferðisbrot, sér í lagi ef ljóst er að tengdir aðilar eru í hópnum og erfiðar tilfinningar flækjast inn í umræðuna. Ef nemandi opnar á að hann sé tengdur aðila í þekktu máli skal hafa í huga að aðstandendur eru ávallt í þolendastöðu, hvort sem þeir eru tengdir brotamanni eða brotaþola og þurfa iðulega á aðstoð að halda við að takast á við þær aðstæður. Taki nemandi hart til orða í umræðu um kynferðisbrot, vegna tengsla sinna við geranda, skal kennari grípa inn í og ná stjórn á samræðunum en bjóða viðkomandi samtal í einrúmi til að ræða þessa sáru stöðu – líkt og öllum nemendum sem eiga um sárt að binda vegna ástvina sinna. Ef brotaþoli opnar sig Hafa ber í huga að hvert tilfelli er einstakt og ómögulegt að semja eitt handrit sem gengur upp í öllum aðstæðum en hér eru atriði sem vert er að þekkja. Eftirfarandi minnispunkta er gott að hafa í huga ef nemandi nálgast kennara og opnar sig um reynslu af kynferðisofbeldi. Ef nemandinn opnar sig í miðri kennslustund skal minna aðra nemendur á að þar ríki trúnaður, kennslustofan sé öruggt rými og umræður eigi ekki að fara á flakk út fyrir stofuna. Ekki tala til nemandans yfir bekkinn nema þá aðeins hlý og styðjandi lágmarksviðbrögð, heldur taka nemandann á eintal eftir tímann. Vera líka vakandi fyrir nemendum sem ekki tjá sig en bersýnilega líður illa, nálgast skyldi þá nemendur í rólegheitum eftir kennslustundina. Mundu að þú getur orðið mikilvægasta manneskjan í lífi þess sem segir frá. Viðbrögð þín skipta öllu máli.

14 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Eftirfarandi ráðleggingar megi þykja augljósar og sjálfsagðar – en eru hér listaðar upp einmitt vegna þess hve algengt er að brotaþolar segi frá andstæðum viðbrögðum umhverfis síns. Erfitt er að taka á móti upplýsingum um kynferðisofbeldi frá ungri manneskju og kennaranámið þjálfar okkur fæst fyrir slíkar aðstæður. En með því að lesa sér til og velta þessum ráðum fyrir sér, er líklegra að þau komi upp í hugann þegar á reynir og hjálpi okkur að bregðast gagnlega við. Fyrstu viðbrögð þegar brotaþoli kynferðisofbeldis opnar sig:  Haltu ró þinni  Nálgastu brotaþolann á hans forsendum og leyfðu viðkomandi að ráða för.  Hlustaðu og gefðu nemandanum góðan tíma til að segja frá.  Fullvissaðu brotaþolann um að rétt hafi verið að opna sig og þakkaðu fyrir traustið.  Ekki efa frásögnina. Algjört lykilatriði er að virða og trúa viðkomandi. Mundu hversu algengt kynferðislegt ofbeldi og áreitni er, og því engin ástæða til að rengja nemanda með slíka sögu. Með því er ekki verið að taka afstöðu til sektar ákveðins geranda, mundu að skólinn er ekki dómsalur heldur skiptir öllu máli að styðja ungmenni í sárum.  Ekki láta sögu nemandans innan skólans lita viðbrögð þín. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru fjölbreyttar og geta vel truflað skólagöngu og aðra hegðun ungmennis. Algengt er að brotaþoli sem á fyrri sögu um kynferðisofbeldi sé tekinn síður alvarlega við að opna sig um annað brot eða gert ráð fyrir að vegna fyrri reynslu sé viðkomandi viðkvæmur og geti hæglega mistúlkað aðstæður. En staðreyndin er sú að brotaþolar eru útsettari fyrir endurteknu ofbeldi.  Ekki fara í vörn eða láta tengsl við eða ímynd þína af gerandanum ráða viðbrögðum þínum. Gerandinn getur vel verið uppáhaldsnemandinn þinn, góður félagi í kennarahópnum eða þjóðþekktur aðili sem þú hefur miklar mætur á. Staðreyndin er sú að oftast eru gerendur kynferðisofbeldis ósköp venjulegt fólk.  Alls ekki gera brotaþolann á nokkurn hátt ábyrgan fyrir því sem gerðist. Kynferðisofbeldi á sér fjölbreyttar birtingarmyndir og sjaldgæf er sú mynd sem við fáum helst úr t.d. bíómyndum – þar sem grímuklætt og vopnað skrímsli stekkur fram úr skugganum og ræðst á ókunnugan vegfaranda. Sektarkennd og skömm eru meðal algengustu afleiðinga kynferðisofbeldis. Ekki bæta á þær erfiðu tilfinningar með aðfinnslum um brotaþolann. Fullvissaðu brotaþola um að sökin sé alfarið þess sem beitti ofbeldinu og engin hegðun geti réttlætt það að verða fyrir ofbeldi.

15 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 |  Mundu að stafrænt kynferðisofbeldi er það ofbeldi sem unglingar eru líklegastir til að verða fyrir. Til þess flokkast m.a. að senda kynferðislegt efni án samþykkis viðtakandans, krefjast kynferðislegra mynda eða texta og að dreifa slíku efni í leyfisleysi. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki síður alvarlegt ofbeldi svo taka skal því mjög alvarlega ef nemandi upplýsir um slíkt brot. Líkt og með annað ofbeldi, eiga ekki heima hér ásakanir um hegðun brotaþolans.  Mundu að í flestum tilvikum eiga gerandi og brotaþoli í nánum tengslum, sem flækir allt og gerir að verkum að brotaþolar átta sig jafnvel illa á ofbeldinu. Heilinn ræður illa við að samræma hlýjar tilfinningar til maka, vinar eða fjölskyldumeðlims, við upplifun af ofbeldi. Brotaþoli gæti þurft aðstoð við að skilja stöðuna.  Mundu að viðbrögð við kynferðisofbeldi eru fjölbreytt og skilgreina á engan hátt ofbeldið. Engin rétt eða röng viðbrögð eru til, öll viðbrögð við ofbeldi eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Að frjósa eru algengustu viðbrögðin og eiga sér líffræðilegar skýringar. Næst algengast er að ákveða yfirvegað að bregðast ekki við, í von um minnsta líkamlega skaðann. Þá eru ótalin öll brotin gagnvart manneskju sem er t.d. ofurölvi og á engan möguleika á að bregðast við (eða gefa samþykki).  Alls ekki gera broaþolann á nokkurn hátt ábyrgan fyrir því sem gerist næst og viðra áhyggjur þínar af því sem gerandinn þurfi að þola í kjölfar ásökunar.  Það er í lagi að hafa ekki þau svör á reiðum höndum sem brotaþoli gæti óskað eftir. Það er í lagi að segjast ætla að kynna sér málið betur og óska eftir því að hittast aftur með frekari svör.  Þekktu úrræðin sem brotaþolum bjóðast. Stígamót, Sigurhæðir og Aflið bjóða viðtöl þeim þolendum sem náð hafa 18 ára aldri. Sjúkt spjall er nafnlaust netspjall á vegum Stígamóta, ef þolandi á aldrinum 13–20 ára vill samtal við ráðgjafa í algjörum trúnaði. Þolendaskömmun sendir þau skilaboð að þolendur beri ábyrgð á að vera ekki nauðgað, í stað þess að gerendur beri augljóslega þá ábyrgð að nauðga ekki. Þolendaskömmun er algeng þegar kemur að kynferðisofbeldi en sjaldan varðandi aðra glæpi.

16 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Tilkynningarskyldan Hafa skal í huga að ef ólögráða barn segir frá ofbeldi í sinn garð hefur skólinn tilkynningarskyldu til barnaverndaryfirvalda. Hver skóli hefur verkferla í slíkum málum, kynntu þér hvernig skal bera sig að. Gjarnan óskar nemandi eftir að yfirvöldum sé ekki gert viðvart og er starfsmaður skólans þá í ákveðinni siðferðislegri klípu – hann verður að fylgja lögum en finnst erfitt að brjóta trúnað við nemanda. Ekki lofa 100% trúnaði sem þú getur ekki staðið við en meta skal hvort nemandinn er í yfirvofandi hættu á áframhaldandi ofbeldi (þá þarf auðvitað að bregðast strax við), hvort brotið er glænýtt (112 eða Neyðarmóttakan) eða hvort um ræðir afmarkað brot úr fortíðinni. Þá má líta svo á að barnið sé ekki í hættuástandi hvað varðar áframhaldandi ofbeldi en mun frekar hvað varðar afleiðingar ofbeldisins. Þær er langbest að takast á við með hjálp annarra, svo í þessum tilvikum er oft mikilvægara að gefa ungmenninu tíma og gott samtal (við viðkomandi kennara eða annan fagaðila innan skólans) en að tilkynna í flýti til yfirvalda. Í sumum tilvikum er brotaþolinn að opna sig í fyrsta sinn svo árum skiptir og er því að taka afar stórt og erfitt skref, sem mæta þarf með hlýju og rólegheitum en ekki örvæntingu. Auðvitað er það hægara sagt en gert, því fátt er erfiðara en að heyra barn opinbera reynslu sína af kynferðisofbeldi. En þótt kennarinn sé að heyra þessa erfiðu frásögn í fyrsta sinn eru líkur á að barnið hafi lifað með reynslunni lengi og þurfi framar öll hlýtt og yfirvegað samtal, aðstoð við að skilgreina og skilja reynsluna og svör við þungbærum vangaveltum sínum. Ásetningur gerandans er ekki það sem skilgreinir brotið heldur upplifun brotaþolans. Upplifun tveggja aðila af sama atburði getur verið gjörólík og ekki þarf að vera að um einbeittan brotavilja gerandans hafi verið að ræða en það þurrkar þó ekki út upplifun brotaþolans og afleiðingar reynslunnar. Egg er jafn brotið hvort sem því er viljandi grýtt í gólfið eða misst af slysni.

17 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Ef gerandi opnar sig (eða er ásakaður um brot)  Hjálpa skal geranda að taka ábyrgð. Eina leiðin til að taka ábyrgð er að viðurkenna gjörðir sínar og vera opinn fyrir sjónarhorni hins aðilans.  Það er munur á sannri iðrun og innihaldslausri afsökunarbeiðni, í því að taka ábyrgð á að hafa brotið á annarri manneskju felst heilt bataferli.  Þó er lykilatriði að brotaþoli stýri öllum samskiptum geranda og brotaþoli í kjölfarið, og alls ekki alltaf sem þolendur geta hugsað sér að mæta geranda sínum. Þetta eru ekki aðstæður til að kalla á að báðir aðilar mæti á „sáttafund“.  Stoppaðu gerandann strax í því að gera lítið úr, réttlæta eða saka brotaþolann. Þögn og hlutleysi utanaðkomandi styðja ofbeldið. Hægt er að styðja geranda án þess að umbera slíkt tal og það er í raun okkar besta aðstoð við viðkomandi að styðja í átt að ábyrgð og betrun.  Ekki er víst að um einbeittan brotavilja hafi verið að ræða. Eins og rætt verður seinna í þessari handbók kemur margt inn í ólíkar hugmyndir fólks um samskipti og kynlíf. Þetta núllar þó ekki út ofbeldið. Upplifun tveggja aðila af kynferðisofbeldi getur verið gjörólík en þrátt fyrir það situr ávallt eftir brotaþoli með afleiðingar. Að meðhöndla atvikið út frá upplifun brotaþola felur ekki í sér afstöðu um ásetning eða persónu gerandans, heldur er grundvallar virðing fyrir brotaþola.  Til að taka vel á kynferðisofbeldi innan skólans þarf að ríkja meðvitund um að báðir aðilar eru (oft) nemendur skólans og þurfa líklega báðir á stuðningi og úrræðum að halda. Hér mætti gera ráð fyrir að höfundar vilji minna á að gerandi þurfi líka stuðning … en merkilegt nokk virðist mun algengara í málum innan skóla að brotaþolinn gleymist. Enda afar algengt að brotaþoli flosni upp úr námi og hætti þannig að vera „vandamál skólans“. Fórnum aldrei brotaþola í viðleitni við að styðja ungan geranda!  Gerandi þarf að vita að ofbeldið þarf ekki að skilgreina hver hann er, hann er ekki bara ofbeldið sem hann hefur beitt. Það er hægt að breytast og hann hefur valkosti. Ofbeldi er lærð hegðun og ekki nauðsynleg. Ávarpaðu þann hluta í honum sem vill ekki beita ofbeldi. Andstæðan við gerendameðvirkni þarf ekki að vera útilokun á geranda sem okkur þykir vænt um. Hjálpum ungum gerendum að taka ábyrgð, viðurkenna gjörðir sínar og læra betri leiðir.

18 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Grundvöllur þess að hvers kyns aðgerðir skóla gegn kynferðisofbeldi skili sér á gagnlegan hátt til nemenda er þekking starfsfólksins á umfangi, afleiðingum, eðli og ólíkum birtingarmyndum kynbundins ofbeldis.

19 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Samfélagið, kyn og kynlíf Erfitt væri að fjalla um kynferðisofbeldi án þess að kynna grunnhugtök kynjafræðanna, enda er kyn lykilbreyta í kynbundnu ofbeldi. Yfirgnæfandi meirihluti gerenda kynferðisofbeldis eru karlar og flestir brotaþolar konur. Þetta er ekki tilviljun, né sönnun á illsku karlkynsins, heldur á sér skýringar í valdamisvægi kynjanna og ríkjandi samfélagsviðhorfum. Kynferðisofbeldi verður ekki til í tómarúmi og þarf að skoða í stóra samhenginu; menningu og samfélagi. Ljóst er þó að karlmenn verða einnig fyrir slíku ofbeldi og konur færar um að beita því, þótt karlkyns brotaþolar verði oftast líka fyrir ofbeldi af höndum karla. Auðvitað eru öll ofbeldisbrot alvarleg, skaðleg og ólíðandi – hvort sem þau fylgja hefðbundnu mynstri þegar kemur að kyni eða ekki. Eins er mikilvægt að muna að þótt meirihluti þeirra sem nauðga séu karlar, er það aðeins minnihluti allra karlmanna sem nauðga. Nauðgunarmenning samfélagsins er þó raunverulegt vandamál sem mun fleiri viðhalda en einungis kynferðisbrotamenn og verður fjallað um aftar í handbókinni.

20 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Kyn Kyn er regnhlífarhugtak sem nær yfir líffræðileg kyneinkenni, kynvitund og kyntjáningu. Ríkjandi hugfar er að þessir þrír þættir kyns passi saman á hefðbundinn hátt en það er ekki alltaf raunin. Líffræðileg kyneinkenni vísa m.a. til kynfæra og hefur þótt hin hefðbundna skilgreining á kyni. Barni er úthlutað kyni við fæðingu eftir líffræðilegum kyneinkennum – strákur eða stelpa. Sú nálgun tekur þó aðeins tillit til sís fólks og er útlokandi fyrir trans fólk, þar kemur kynvitundin til sögunnar. Kynvitund er hugtak sem vísar til upplifunar manneskju á kyni sínu. Sís manneskja er með kynvitund sem passar við líffræðileg kyneinkenni. Ef manneskjan upplifir sig ekki í takt við þann skilning fellur hún undir trans regnhlífina. Hin kynjaða félagsmótun þrengir að öllum en er sérstaklega flókin trans fólki. Ef trans einstaklingur er með kynvitund sem fellur ekki að hefðbundnum skilningi um tvíhyggjuna karl/ kona er viðkomandi kynsegin. Kynsegin einstaklingar nota stundum persónufornafnið hán frekar en hann eða hún. Kynvitund manneskju er oft sýnileg í gegnum kyntjáningu viðkomandi, sem er persónuleg tjáning á eigin kyni og snertir t.d. klæðaburð og útlit. Sum eru með kvenlega kyntjáningu, sum með karllæga, og sum eru með flæðandi eða hlutlausa kyntjáningu. Intersex einstaklingar eru síðan þau sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og í raun ekki hægt að úthluta þeim karl- eða kvenkyni við fæðingu. Samt sem áður er sterk tilhneiging til þess að vilja aðlaga líkama þeirra að þessari hefðbundinni flokkun og úthluta þeim annaðhvort kyninu strákur eða stelpa. Þörfin til kynjaflokkunar er vægast sagt sterk. Hinsegin Trans og intersex fólk fellur undir heildarhópinn hinsegin sem er regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem ekki fellur að hefðbundnum viðmiðum þegar kemur að kyni, kynímynd eða kynhneigð. Sá hópur á í strangri baráttu því kynjakerfið getur birst í takmarkaðri virðingu gagnvart þeim sem skera sig frá norminu. Hinsegin fólk á enn undir högg að sækja þegar kemur að frelsi til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Kynferðiseinelti er ein birtingarmynd þess og er fjallað um aftar í handbókinni. Gagnkynhneigð er enn hið almenna viðmið um æskilegt líferni og fléttast saman við ríkjandi hugmyndir um karlmennsku og kvenleika. Hvað varðar lagaleg réttindi, sýnileika og samfélagsviðhorf hefur barátta samkynhneigðra miklu skilað á síðustu áratugum en er þó hvergi lokið. Nýrri er barátta trans og intersex fólks og mun skemur á veg komin. Í umræðu og fræðslu um kynlíf er sérlega mikilvægt að gleyma ekki hinsegin samfélaginu, svo sem flestir nemendur geti persónulega tengt við umræðuna. Mundu að kynhneigð flokkast ekki einungis í gagnkynhneigð og samkynhneigð, heldur er flóran mun fjölbreyttari og t.d. er til fólk sem engan áhuga hefur á kynlífi. Í fræðslu um kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum skal hafa í huga að ofbeldi gagnvart hinsegin brotaþolum getur átt sérstakar birtingarmyndir.

21 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Forréttindi Forréttindi er orð sem lýsir stöðu manneskju í samfélaginu og því forskoti sem hún hefur umfram aðra. Í stuttu máli tengjast forréttindi kyni fólks, kynhneigð, kynvitund, stétt, aldri, líkamlegri og andlegri getu, trú, lífsskoðunum, félagslegri og fjárhagslegri stöðu, uppruna, þjóðerni, litarhafti, líkamsgerð o.s.frv. Skortur á forréttindum jaðarsetur fólk í minnihlutahópa sem upplifa oft mismunun og fordóma því samfélagið gerir síður ráð fyrir þörfum þess fólks í daglegu lífi. Margþætt mismunun vísar til þess að fólk býr við fjölbreyttan veruleika og tilheyrir oft fleiri en einum minnihlutahópi. Sjónarhorn forréttindahóps er iðulega upphafið á kostnað annarra hópa og verður ráðandi í samfélaginu. Gjarnan telja meðlimir forréttindahópa forskotið eðlilegt og sanngjarnt eða pæla einfaldlega ekkert í því. Slík forréttindablinda er skiljanleg því það er í eðli forréttinda að sjá síður ójafna stöðu ef hún bitnar ekki á okkur sjálfum. Öll berum við þó ábyrgð á að kafa ofan í okkar eigin forréttindi. Misvægi í forréttindum tengist sterklega kynbundnu ofbeldi því í miklum meirihluta mála hefur gerandinn samfélagslega valdastöðu gagnvart brotaþola. Fyrir utan hinn áberandi fjölda kvenkyns brotaþola koma hér inn breytur á borð við aldur, kynverund, litarhaft, fötlun og fátækt. Því fleiri frávik frá samfélagsnorminu, því útsettari er manneskja fyrir ofbeldi. Kynjakerfið Kynjakerfið er samfélagsgerð sem skilgreinir einstaklinga fyrirfram út frá kyni og mismunar þeim á grundvelli þeirrar flokkunar. Kerfið inniber allar þær skráðu og óskráðu reglur sem segja til um hvernig fólki er ætlað að haga sér og hugsa út frá kyni. Slíkar staðalmyndir eru fyrirfram ákveðnar hugmyndir um útlit og/eða eiginleika fólks sem tilheyrir ákveðnum hópum. Börn læra snemma að til séu tvö kyn sem feli í sér andstæða eiginleika því samfélagið rammar fólk inn í tvö aðgreind hólf karlmennsku og kvenleika. Þessi tvíhyggja er ákaflega þröngur rammi og er á ólíkan hátt skaðleg öllum – þeim konum og körlum sem falla inn í rammann, konum og körlum sem ekki falla inn í rammann og allra helst þeim sem ekki tilheyra kynjaflokkun tvíhyggjunnar. Í þessari aðgreiningu tveggja andstæðra póla má líka sjá ójafnt verðleikamat, þar sem hið karlmannlega fær kerfisbundið meiri virðingu en hið kvenlega og fólk utan tvíhyggjunnar verður oft fyrir mestri mismunun. Kynjakerfið hefur áhrif á viðhorf til fólks og viðmótið sem það fær frá öðrum. Ef manneskja passar ekki inn í kynjakerfið, setur sig upp á móti því eða brýtur reglur þess á einhvern hátt, kallar það oft fram neikvæð viðbrögð. Þegar kemur að ofbeldisfræðslu er nauðsynlegt að vita að minnihlutahópar eiga í sérstakri hættu á að verða fyrir kynbundnu ofbeldi og að það ofbeldi á sér gjarnan sérstakar birtingarmyndir.

22 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Hugtakið kynhlutverk vísar í hefðbundnar hugmyndir um ólík hlutverk kvenna og karla, sem er viðhaldið eða breytast með menningunni. Gagnkynja sambandsform felur iðulega í sér skýra kynjaða verkaskiptingu þótt samfélagið hafi hratt þróast í jafnréttisátt. Langt er þó í land með að hafa náð fullkomnu jafnrétti og t.d. fylgir kynlíf gagnkynhneigðra mjög gjarnan hefðbundnu handriti í tengslum við ævagamlar hugmyndir um ólíkar skyldur og þarfir kvenna og karla. Kynlífsmenning er hugtak sem nær utan um þær hefðir, gildi, skoðanir og hegðunarmynstur sem eru ráðandi um kynlíf. Kynlífsmenning er því breytileg milli ólíkra tímaskeiða og samfélaga. Hugmyndir um ólík hlutverka kynjanna í kynlífi eiga sinn þátt í kynbundnu kynferðisofbeldi. Kennarar þurfa að vera meðvitaðir um algenga frasa og klisjur sem þjóna nauðgunarmenningunni. Bæði til þess að forðast sjálfir þau orð og til þess að geta bent nemendum á hvernig slík orð geta verið heftandi fyrir umræðuna. Kynferðisofbeldi er á alla kanta viðkvæmt mál en hægt er (og mikilvægt) að ræða það á annan hátt en að vinna gegn samfélagsbyltingum síðustu ára, þar sem brotaþolar taka sér loks pláss og skila skömminni.

23 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Kynlífshandrit Til að ná betur utan um hugmyndina um kynlífsmenningu hafa margir nýtt sér hugtakið kynlífshandrit. Það vísar til þess að í kynlífsmenningu á hverjum stað og hverjum tíma sé ríkjandi forskrift að því hvernig fólk skuli haga sér í kringum kynlíf. Þetta eru ráðandi væntingar um hvað leiðir að kynlífi, hvað er gert á meðan á kynlífi stendur og eftir að kynlífi lýkur. Handritið hefur viðmið um hver gegnir hvaða hlutverki, hver má gera hvað, hvernig og með hverjum, auk hugmynda um æskilegt útlit. Handritið er ekki fastmótað og sama handrit á ekki við um alla. Viðmiðin geta m.a. verið ólík fyrir konur, karla og kvára; hinsegin fólk og sískynja gagnkynhneigt fólk; ófatlaða og fatlaða; eldri einstaklinga og yngri; sem og aðra hópa innan samfélagsins. Kynlífshandritið er því á sama tíma persónulegt og afurð menningar sem einstaklingur elst upp í. Ráðandi kynlífshandrit endurspeglar staðalmyndir kynjanna og heftir þannig kynfrelsi á ýmsa vegu. Lífseigar væntingar innan handritsins eru t.d. þær að konur hafi síður áhuga á kynlífi og eigi ekki að hafa frumkvæði en karlmenn eigi alltaf að vera til í tuskið og séu stöðugt að hugsa um kynlíf. Í samfélaginu leynast ýmis skilaboð sem hvetja karla til að vera virkir kynferðislega en gera ráð fyrir að konur séu það ekki. Þessar fyrirframgefnu hugmyndir samfélagsins setja pressu á fólk um að haga sér í kynlífi samkvæmt kyni en ekki persónulegum áhuga. Samkvæmt íslenskri rannsókn frá 2018, á ríkjandi kynlífshandriti fyrir ungmenni sem stunda gagnkynhneigt kynlíf, er gjarnan sú krafa að strákar eigi að sækjast eftir kynlífi en hlutverk stelpna sé að samþykkja eða afþakka kynlífið. Strákar hafa frekar leyfi til að prófa sig áfram og eiga marga bólfélaga, án þess að það bitni á orðspori þeirra því það þykir karlmannlegt að hafa mikla reynslu á kynlífssviðinu. Stelpur verða hinsvegar frekar fyrir druslustimplun ef þær eiga marga bólfélaga og halda sig ekki innan hins kvenlega ramma. Bæði stelpur og strákar finna beinan og óbeinan þrýsting um að byrja að stunda kynlíf og um að prófa nýjungar í kynlífi. Þrýstingurinn kemur frá orðræðunni og dægurmenningunni en ekki síst frá strákum. Bæði stelpur og strákar finna fyrir pressu til að standa sig gagnvart strákahópnum. Strákar upplifa pressu um að missa sveindóminn og deila reynslu sinni, þeir sækjast meðvitað og ómeðvitað eftir viðurkenningu frá hópnum. Stelpurnar upplifa þrýsting frá strákum og í gegnum samfélagsmiðla og „sexting“, þær sækjast eftir viðurkenningu með því að þóknast strákunum. Þegar kemur að umræðu um kynlíf eða ef farið er í kynlífsleiki kemur í ljós að strákarnir hreykja sér fremur af mikilli eða fjölbreyttri kynlífsreynslu en stelpurnar leitast við að draga úr þegar þær segja frá. Bæði kynin reyna að uppfylla væntingar samfélagsins, með að gangast upp í þeirri forskrift sem er ríkjandi hverju sinni um „eðlilega“ kynlífshegðun. Íslenskar rannsóknir benda til þess að kynferðiseinelti sé ekki mætt af sömu festu meðal kennara og aðrar tegundir eineltis. Þvert á móti sé það iðulega hunsað, afsakað eða útskýrt með hormónaflæði unglingsáranna og teljist eðlilegur hluti af samskiptum ungmenna. Ekki aðeins kvarta þolendur undan aðgerðaleysi skólastarfsfólks, heldur segja það sumt jafnvel taka þátt í eineltinu með niðrandi athugasemdum.

24 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Karlmennskan getur verið skaðleg Gagnkynhneigðir sís karlar eru í miklum meirihluta gerenda kynferðisofbeldis. Ætla má að skýringuna sé að mestu leyti að finna í forréttindastöðu þess hóps. Hugtakið karlmennska nær yfir margar ólíkar hugmyndir sem eiga að lýsa einkennum, hegðun og venjum karla fremur en kvenna – um hvernig þeir eigi að líta út, haga sér, hugsa og líða, ef þeir ætla sér að uppfylla væntingar samfélagsins til karla. Slíkar staðalmyndir um hinn „eðlilega karlmann“ eru alltumlykjandi í t.d. fjölmiðlum, bókmenntum og bíómyndum. Þegar fyrstu karlafræðingarnir skoðuðu karlmennsku á gagnrýninn hátt var það fyrsta sem þeir sáu að hún tengdist oft valdníðslu, væri eyðandi og ofbeldisfull. Í þeirri umræðu er mikilvægt að muna að ekki er verið að kalla karlmenn sem hóp eitraða eða skaðlega, heldur þær ímyndir sem þeim er gert að gangast inn í. Þessar karlmennskuvæntingar til karla geta orðið mjög varasamar og skaðað bæði karla og önnur kyn. Krafa um að vera alltaf harður af sér, sterkur, valdamikill og ráðandi (og megi því ekki gráta, tjá tilfinningar eða ræða um vandamál sín) getur leitt til tilfinningavanda á borð við þunglyndi og sjálfskaðandi hegðun og hefur þá verið talað um gjald karlmennskunnar. Skaðlegum karlmennskuímyndum fylgja oft alvarlegar ranghugmyndir um kynlíf og kynferðisofbeldi. „Alvöru karlmaður“ á að vera ráðandi í kynlífi, alltaf að vera til í tuskið og álíta alla kynferðislega athygli og reynslu jákvæða. Kynlíf eru sigrar frekar en tenging við aðra manneskju. Þessi skilaboð geta gert það að verkum að sumir strákar og karlar upplifa sig eiga tilkall til kynlífs og þá alfarið á sínum forsendum. Skaðlegar karlmennskuímyndir á borð við að karlar eigi alltaf að geta varið sig eða að þeir eigi alltaf að taka kynferðislegum áhuga fagnandi, hafa sömuleiðis neikvæð áhrif á stöðu hinsegin karla og karlkyns brotaþola kynferðisofbeldis (sem getur leitt til þess að þeir leita sér síður hjálpar). Skaðlegum karlmennskuímyndum fylgja oft alvarlegar ranghugmyndir um kynlíf og kynferðisofbeldi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=