Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

78 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | The Bystander Moment – heimildarmynd Þrep: Tímalengd: Hugtök tengd verkefninu: 1. og 2. þrep 50 mín. í áhorf 20 mín. í að svara spurningum Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, nauðgunarmenning, samfélagsviðhorf Undirbúningur: Verkefnið felst í að nemendur horfa á heimildarmyndina The Bystander Moment (2018) og svara spurningum út frá henni. Þar kynnir bandaríski fræðarinn Jackson Katz þá nálgun sem hann hefur beitt til þess að reyna að draga úr eða uppræta kynferðisofbeldi. Nauðsynlegt er að hafa farið vel yfir kennarahandbókina, sér í lagi kafla um nauðgunarmenningu og samfélagsviðhorf. Framkvæmd: Prentið út spurningarnar og dreifið til nemenda. Látið nemendur horfa á myndina með spurningarnar í huga og eftir áhorfið eiga þau að svara þeim að bestu getu. Gott er að hafa umræður um efnið á eftir. Spurningar um the Bystander Moment: 1. Skilgreindu hugtakið bystander effect eða bystander með eigin orðum. 2. Af hverju segir Jackson Katz að það myndist þögn í kringum þolendur og gerendur ofbeldis? Hvað á hann við þegar hann talar um samseka þögn (e. complicit silence)? 3. Útskýrðu píramída kynbundins ofbeldis sem Katz kynnir til sögunnar. Hvað er á botni píramídans og hvað er á toppi hans? Hvers vegna stígur fólk ekki meira inn í botn píramídans? 4. Heimildarmyndin er frá Bandaríkjunum, hvað í myndinni finnst þér líka eiga við á Íslandi? Er eitthvað sem á alls ekki við á Íslandi? 5. Hvaða hlutverk finnst þér að vinir, skólafélagar og samstarfsfólk eigi að hafa þegar upp kemst um kynferðisofbeldi í þeirra nánasta umhverfi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=