Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

84 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Samþykkistaflan S-aman • Kynlíf er ekki eitthvað sem við gerum VIÐ aðra manneskju, heldur gerum við það saman. Grundvöllur kynlífs er að báða aðila langi. • Nánd og áhugi eru lykilatriði Y-tra samtal • Tölum saman svo mörkin séu á hreinu, svo allir viti hvað hitt langar og langar ekki. Enginn þrýstingur, ekkert suð heldur jafningjasamtal. • Samskipti og traust eru lykilatriði. A-llir • Allir viðstaddir skipta jafn miklu máli og eru að skemmta sér vel. Ef einhver hefur ekki gaman er eitthvað annað en kynlíf í gangi. • Jöfnuður og virðing eru lykilatriði. K-anna stöðuna • Sumt tjáum við öðruvísi en í orðum. Verum því alltaf vakandi og fylgjumst með líkamlegri tjáningu, stoppum og spyrjum ef við erum ekki alveg klár á stöðunni. • Meðvitund og ánægja BEGGJA er lykilatriði. M-á ég? • Er ekki endilega góð setning í kynlífi, því samþykki snýst ekki um að „fá leyfi“ til að gera eitthvað við aðra manneskju. • „Eigum við?“ / „Langar þig“ eru lykilsetningar. K-ynlíf er ekki kynferðisofbeldi • Stundum er línan þar á milli mjög fín, verum 100% viss. • Raunverulegt samþykki er lykilatriði. Þ-rá • Samþykki snýst um að hafa á hreinu að báða aðila langar í kynlífið. • Gredda/ löngun/ losti BEGGJA er lykilatriði. I-nnra samtal • Við þurfum líka að þekkja okkar eigin mörk. Spáum í hvað okkur langar og hvað ekki og þjálfum okkur í að tala skýrt um mörkin okkar. • Sjálfsvirðing er lykilatriði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=