Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

82 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Vika sex – 2020 Þrep: Tímalengd: Hugtök tengd verkefninu: 1. þrep 45–60 mín. Kynlíf, kynheilbrigði Undirbúningur: Árið 2020 voru gerð fimm stutt fræðslumyndbönd þar sem Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, eða Kolla eins og hún er öllu jafnan kölluð, fjallar um afmörkuð viðfangsefni sem tengjast kynheilbrigði ungmenna. Kennari horfir á myndböndin fyrir tímann til að geta svarað spurningum nemenda. Ef skjalið er prentað út fyrir nemendur þarf að stækka svarboxin. „Vika sex“ frá 2020 má finna hér: https://stoppofbeldi.namsefni.is/unglingastig/ Framkvæmd: Hægt er að sýna myndbrotin í kennslustund með stuttum hléum á milli. Einnig er hægt að biðja nemendur um að koma með heyrnartól í tíma og láta þau sjálf um áhorfið hvert í sínu tæki. Verkefnið er smíðað sem einstaklingsverkefni en hægt er að vinna það í pörum ef nemendurnir sjálfir vilja það. Dragðu fram eitt til tvö atriði úr fræðslu Kolbrúnar sem þér finnst mikilvægt að til sé fræðsla um og útskýrðu ástæðu þess að þér finnst þau mikilvæg: Aftan á blaðinu er tafla fyrir ykkur að vinna inn í.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=