Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

10 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Orð skipta máli! Orðanotkun varðandi kynferðisofbeldi og ótti okkar við sterku orðin varpar ljósi á mikilvægi og mátt tungumálsins. Vangaveltur um orðanotkun geta verið valdeflandi fyrir brotaþola ofbeldisins, þegar þau átta sig á áhrifunum sem það getur haft að orða hlutina upp á nýtt. Brotaþoli Gætum þess hvaða orð við notum um brotaþola kynferðisofbeldis – sem eiga skilið gott og heilbrigt líf eftir ofbeldið. Hugtakið brotaþoli er lýsandi að því leyti að það vísar til atviks/atvika sem viðkomandi þurfti að þola en skilgreinir líf og persónu manneskjunnar síður en hugtakið þolandi. Tölum ekki um fórnarlömb. Annars vegar lifa flestir brotaþolar af og er þar með ekki hægt að líkja við slátruð dýr. Hins vegar er fórn skilgreind sem „gjöf til guðanna“ en brotið sem framið er á sér enga heilaga merkingu eða tilgang. Sleppum því líka að tala um sálarmorð. Það eru sannarlega ekki uppbyggileg skilaboð til brotaþola að sál þeirra hafi verið myrt og nú hljóti þau að ganga um sálarlaus. „Saklaus uns sekt er sönnuð“ er réttarfræðilegur frasi sem á eingöngu við um skyldur dómstóla gagnvart ákærða í kærumáli en er óviðeigandi annars staðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=