Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

66 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Að panta pítsu saman 2: Verkefni um samþykki og samræður í kynlífi (og lífinu almennt) Þrep: Tímalengd: Hugtök tengd verkefninu: 1. þrep 35–45 mín. Samþykki, kynlífshandrit, kynheilbrigði, kynlíf Í þessari útgáfu pítsuverkefnisins er lögð meiri áhersla á hversu mikilvægt það er að eiga í samskiptum við bólfélaga í stað þess að framkvæma hluti sem þú kannt að halda að viðkomandi kunni að meta. Undirbúningur: Nauðsynlegt er að hafa lesið kennarahandbókina og kynnt fyrir nemendum þau hugtök sem ákveðið er að taka fyrir í verkefninu. Gott er að koma með blöð og auka skriffæri þannig að nemendur geti skráð niður pöntunina í verkefninu. Framkvæmd: Nemendahópnum er skipt í pör. 1) Þau fá þær leiðbeiningar að hvert og eitt þeirra eigi að panta pítsu, drykk og eftirrétt fyrir félaga sinn með því einu að horfa á viðkomandi og geta sér til um hvað þeim þyki gott. Það er alveg bannað að tala saman eða eiga í óyrtum samskiptum. Þegar hvort um sig hefur skrifað niður pöntunina fá þau að vita hvað var pantað fyrir hvert og eitt og kennari spyr hvernig þeim hafi líkað pöntunin. Umræður fylgja um hvort þau skilji tenginguna við mikilvægi þess að tala saman í kynlífi. Hvernig áttu að vita hvað viðkomandi finnst gott ef þú spyrð ekki? Hvernig geturðu fengið það sem þig langar í ef þú átt engin samskipti? Tengja við staðalmyndir um t.d. kyn og kynhneigðir – fíla allir ljóshærðir pottþétt pepperoni? 2) Síðari hlutinn felst í því að þau eiga að panta sér pítsu, drykk og meðlæti saman en verða að segja hvað þau myndu helst vilja og koma sér svo saman um pöntun sem bæði eru sátt við – án þess að nokkur þurfi að borða eða drekka eitthvað sem þeim þykir vont. Hverju þarf að sleppa og hvað þykir báðum gott? Umræður um verkefnið: Hvernig gekk? Eruð þið bæði södd og sátt? Lét einhver sig hafa það að fá sér eitthvað sem viðkomandi þykir vont? Ef svo er, af hverju? Hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir það? Þykir hinum aðilanum í lagi að félaginn hafi gert það?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=