Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

45 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Þvingað samþykki Samþykki er ekki heldur bara eitt einfalt „já“ því játun getur verið þvinguð þvert á vilja viðkomandi. Samþykki snýst ekki að „fá leyfi“ – þá erum við komin í einstefnusamskiptin sem eru andstæðan við heilbrigt kynlíf. Að suða um kynlíf eða þvinga fram „já-ið“ með einhverjum hætti er einna algengasta form kynferðisofbeldis meðal ungmenna. Samþykkið verður að vera einlægt og byggt á raunverulegum áhuga viðkomandi, þvingað samþykki er ekki raunverulegt samþykki. Að þrýsta á bólfélaga um að fara yfir eigin mörk er ekki í lagi. Kynlífsmenning ungmenna, lituð af ofbeldisfullu klámi, sem gefur stúlkum þau skilaboð að kynlíf feli í sér að ganga á eigin mörk – er heldur ekki í lagi. Að stunda kynlíf með öðrum felur í sér ábyrgð, kynferðisleg samskipti krefjast þroska og jafnvel gagnrýnins sjónarhorns á skilaboð úr umhverfinu. Kennum unglingum hispurslaust um muninn á kynlífi og kynferðisofbeldi, sem er þeim alls ekki alltaf skýr. Kennum þeim að samþykki sem er gefið í upphafi megi draga til baka á hvaða tímapunkti sem er, hvort sem það sé tjáð með orðum eða líkamstjáningu. Samþykki fyrir einu skrefi sé ekki sjálfkrafa samþykki fyrir því næsta, samþykki sé ekki inneignarnóta. Raunverulegt samþykki sé til staðar þegar báðir eða allir aðilar eru augljóslega til í tuskið og líði vel í aðstæðunum. Enginn skuldi annarri manneskju kynlíf, nokkurn tímann. Hér er mynd sem freistar þess að einfalda málið fyrir ungmennum: S-aman • Kynlíf er ekki eitthvað sem við gerum VIÐ aðra manneskju, heldur gerum við það saman. Grundvöllur kynlífs er að báða aðila langi. • Nánd og áhugi eru lykilatriði Y-tra samtal • Tölum saman svo mörkin séu á hreinu, svo allir viti hvað hitt langar og langar ekki. Enginn þrýstingur, ekkert suð heldur jafningjasamtal. • Samskipti og traust eru lykilatriði. A-llir • Allir viðstaddir skipta jafn miklu máli og eru að skemmta sér vel. Ef einhver hefur ekki gaman er eitthvað annað en kynlíf í gangi. • Jöfnuður og virðing eru lykilatriði. K-anna stöðuna • Sumt tjáum við öðruvísi en í orðum. Verum því alltaf vakandi og fylgjumst með líkamlegri tjáningu, stoppum og spyrjum ef við erum ekki alveg klár á stöðunni. • Meðvitund og ánægja BEGGJA er lykilatriði. M-á ég? • Er ekki endilega góð setning í kynlífi, því samþykki snýst ekki um að „fá leyfi“ til að gera eitthvað við aðra manneskju. • „Eigum við?“ / „Langar þig“ eru lykilsetningar. K-ynlíf er ekki kynferðisofbeldi • Stundum er línan þar á milli mjög fín, verum 100% viss. • Raunverulegt samþykki er lykilatriði. Þ-rá • Samþykki snýst um að hafa á hreinu að báða aðila langar í kynlífið. • Gredda/ löngun/ losti BEGGJA er lykilatriði. I-nnra samtal • Við þurfum líka að þekkja okkar eigin mörk. Spáum í hvað okkur langar og hvað ekki og þjálfum okkur í að tala skýrt um mörkin okkar. • Sjálfsvirðing er lykilatriði. SAMÞYKKISTAFLAN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=