Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

81 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Auglýsingar – greiningarverkefni Þrep: Tímalengd: Hugtök tengd verkefninu: 1. þrep 60–120 mín. Nauðgunarmenning, klámvæðing, kynbundið ofbeldi, hlutgerving Undirbúningur: Nauðsynlegt er að hafa lesið kennarahandbókina og kynnt fyrir nemendum þau hugtök sem ákveðið er að taka fyrir í verkefninu. Sniðugt er að sýna glærupakkann með auglýsingum áður en nemendur vinna verkefnið. Verkefnið getur hvort sem er verið einstaklings- eða hópverkefni. Hægt er að lengja það og dýpka, eða stytta að vild eftir aðstæðum. Hægt er að nálgast glærukynning með auglýsingum hér ef kennari óskar eftir að nýta sér hana. Glærukynning – auglýsingar. Framkvæmd: Nemendur velja sér nokkrar auglýsingar á netinu. Þær mega auglýsa hvaða vöru sem er, vera í formi kyrrmynda eða leikinna auglýsinga – en verða að innihalda manneskjur. Nemendur greina hverja auglýsingu með annaðhvort nauðgunarmenningu eða klámvæðingu í huga, eða hvort tveggja. Skýrslu með niðurstöðum er skilað til kennara og/eða kynnt með glærusýningu fyrir bekknum (sem er alltaf skemmtileg kennslustund). Að greina auglýsingu þýðir að leita dulinna skilaboða og tákna – hafið alltaf kyn fólksins í auglýsingunni í huga; staðalmyndir og valdamisvægi. Skoðið útlit fólksins, klæðnað og líkamsstöðu. Hvernig eru samskipti fólksins – s.s. snerting og augnaráð? Hvað með liti, tónlist, sviðsmynd, texta … eitthvað þar til að skoða dýpra? Er kynferðislegur undirtónn? Sérðu hlutgervingu? Er hægt að greina klámvæðingu í auglýsingunni? Ef svo, hvernig finnst þér það eiga við vöruna sem verið er að auglýsa? Er hægt að greina nauðgunarmenningu/kynbundið ofbeldi í auglýsingunni? Ef svo, hver er að beita hvernig ofbeldi? Gera svona hlutir auglýsinguna betri? Langar okkur að kaupa vöru sem auglýst er með ofbeldi eða misrétti?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=