Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

68 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Spurningar úr píramídanum: 1. Útskýrðu píramída kynbundins ofbeldis. Hvað er á botni píramídans og hvað er á toppi hans? Hvers vegna er þetta sett fram á þennan máta? 2. Flest myndu stöðva ofbeldið sem sést á toppi píramídans, hvers vegna stígur fólk ekki meira inn í botn píramídans? 3. Píramídinn er upphaflega frá Bandaríkjunum. Hvað í myndinni finnst þér líka eiga við á Íslandi? Er eitthvað sem á alls ekki við á Íslandi? 4. Hvaða hlutverk finnst þér að vinir, skólafélagar og samstarfsfólk eigi að hafa þegar upp koma dæmi um kynferðisofbeldi í þeirra næsta umhverfi? 5. Hver eru viðhorf, upplifun og hegðun ykkar í aðstæðum þar sem einhver hefur drukkið of mikið, það er verið að gera grín að einhverjum á niðurlægjandi hátt, einhver er að áreita kynferðislega aðra manneskju, einhver segir rasískan eða hómófóbískan brandara? 6. Hafið þið lent í ofangreindum aðstæðum? Ef já, hversu oft og hvernig? 7. Hversu mikilvægt þykir ykkur að eitthvað sé gert í ofangreindum aðstæðum? 8. Hversu mikið þykir ykkur það á ykkar ábyrgð að eitthvað sé gert? 9. Hversu mörg ykkar hafa verið í aðstæðum þar sem þið hefðuð getað brugðist við en gerðuð ekki og hugsuðuð eftir á ,,ef ég hefði bara sagt eitthvað, gert eitthvað, talað við einhvern ...?“ Fenguð þið samviskubit? 10.Hvernig skiljið þið þessa málsgrein: Að átta sig ekki á krafti fjöldans – Einstaklingar forðast oft að taka á ofbeldislegri hegðun annarra vegna þess að þau telja að hegðunin sé samþykkt af jafningjahópnum. Þau vanmeta það hversu óþægileg öðrum kann að finnast hegðunin og forðast að tjá eigin vanlíðan. Reyndin er sú að þau eru líklegast í MEIRIHLUTA. Þrátt fyrir að flest skynji líka að eitthvað sé að, kemur enginn til hjálpar vegna þess að enginn gerir/segir neitt. Hafið þið lent í því að upplifa að eitthvað væri að en þar sem enginn gerði neitt fannst ykkur eins og það væri þá sennilega ekkert vandamál og að tilfinning ykkar væri röng? 11.Hafið þið hætt við að gera eða segja eitthvað til að verða ekki vandræðaleg eða skemma stemningu hópsins? Af hverju ætti það að vera vandræðalegt og hvað getið þið gert til að breyta því? 12.Hafið þið látið undan hópþrýstingi þó að þið sjáið að einhverjum líða illa vegna hegðunar hópsins? Ef svo er, sáuð þið svo eftir því? Hefði það breytt einhverju ef einhver hefði sagt eða gert eitthvað til að stoppa hópinn? 13.Haldið þið að það séu meiri líkur á að fólk hjálpi öðrum ef það eru engir aðrir nálægt? Af hverju/af hverju ekki? 14.Ef þið vitið ekki hvernig þið eigið að bregðast við þegar þið verðið vitni að eða vitið um manneskju sem verður fyrir einhverskonar ofbeldi, hvað gerið þið þá? Hvað er best að gera?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=