Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

22 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Hugtakið kynhlutverk vísar í hefðbundnar hugmyndir um ólík hlutverk kvenna og karla, sem er viðhaldið eða breytast með menningunni. Gagnkynja sambandsform felur iðulega í sér skýra kynjaða verkaskiptingu þótt samfélagið hafi hratt þróast í jafnréttisátt. Langt er þó í land með að hafa náð fullkomnu jafnrétti og t.d. fylgir kynlíf gagnkynhneigðra mjög gjarnan hefðbundnu handriti í tengslum við ævagamlar hugmyndir um ólíkar skyldur og þarfir kvenna og karla. Kynlífsmenning er hugtak sem nær utan um þær hefðir, gildi, skoðanir og hegðunarmynstur sem eru ráðandi um kynlíf. Kynlífsmenning er því breytileg milli ólíkra tímaskeiða og samfélaga. Hugmyndir um ólík hlutverka kynjanna í kynlífi eiga sinn þátt í kynbundnu kynferðisofbeldi. Kennarar þurfa að vera meðvitaðir um algenga frasa og klisjur sem þjóna nauðgunarmenningunni. Bæði til þess að forðast sjálfir þau orð og til þess að geta bent nemendum á hvernig slík orð geta verið heftandi fyrir umræðuna. Kynferðisofbeldi er á alla kanta viðkvæmt mál en hægt er (og mikilvægt) að ræða það á annan hátt en að vinna gegn samfélagsbyltingum síðustu ára, þar sem brotaþolar taka sér loks pláss og skila skömminni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=